1Drottinn mælti við Móses, og sagði:2seg Ísraelsmönnum, að þeir velji mér upplyftingarfórn, og skulu þeir þá fórn taka af hvörjum þeim, sem hana veitir af ljúfum huga.3Sú upplyftingarfórn, sem þér skuluð taka af þeim, skal vera gull, silfur, eir,4dökkblá ull, purpuri, skarlat, hvít viðarull, geitahár,5rauðlituð hrútaskinn, selskinn, belgþornsviður,6viðsmjör til ljósa, ilmjurtir til smurningarviðsmjörs og ilmreykelsis,7sardonyxsteinar og vígslusteinar til hökulsins og brjóstskjaldarins.8Þeir skulu gjöra mér helgidóm, að eg búi á meðal þeirra,9í öllum greinum eftir þeirri fyrirmynd tjaldbúðarinnar og allra hennar áhalda, sem eg mun sýna þér; þannig skulu þér hann tilbúa:
10Þeir skulu gjöra örk af belgþornsviði; hún skal vera hálfrar þriðju álnar að lengd, hálfrar annarrar álnar að breidd, og hálfrar annarrar álnar á hæð.11Hana skaltu gullbúa utan og innan með skíru gulli, og á henni ofanverðri skaltu gjöra rönd af gulli umhverfis.12Þú skalt steypa til arkarinnar fjóra hringa af gulli, og setja þá í horn hennar, tvo hringa annars vegar, og tvo hins vegar.13Þú skalt gjöra ása af belgþornsviði, og gullbúa þá;14síðan skaltu smeygja ásunum í þá hringa, sem eru á hliðvegum arkarinnar, svo hana megi bera á þeim;15skulu ásarnir vera kyrrir í hringum arkarinnar, og ekki takast þaðan.16Þú skalt leggja niður í örkina lög þau, er eg mun fá þér í hendur.
17Þú skalt og gjöra lok af skíru gulli, hálfrar þriðju álnar langt, og hálfrar annarrar álnar breitt.18Á hvörumtveggja loksendanum skaltu gjöra tvo kerúba; þá skaltu búa til af drifnu gulli,19og lát annan kerúbinn vera á loksendanum annars vegar, en hinn á hinum endanum, svo að þér látið kerúbana vera upp af lokinu á báðum endum þess.20Þessir kerúbar skulu vera með útbreiddum vængjum yfir upp í, svo að þeir hylji lokið með vængjunum, skulu andlit þeirra snúa hvört í mót öðru og horfa upp á lokið.21Þú skalt setja lokið ofan á örkina, og leggja niður í örkina þau lög, sem eg mun fá þér.22Þar vil eg vitrast þér, og ofan af arkarlokinu millum beggja kerúbanna, sem standa uppi á lögmálsörkinni, vil eg birta þér allar þær skipanir, sem eg vil láta þig kunngjöra Ísraelsmönnum.
23Þú skalt og gjöra borð af belgþornsviði, tveggja álna langt, álnar breitt, og hálfrar annarrar álna hátt;24þú skalt búa það með skíru gulli, og gjöra25umhverfis á því rönd af gulli; umhverfis um það skaltu leggja lista þverhandarbreiðan, og búa til rönd af gulli umhverfis á listanum.26Þá skaltu gjöra fjóra hringa af gulli, og setja hringana í þau fjögur horn, sem eru á fjórum fótum borðsins;27skulu hringar þessir vera á samkomumótum listanna, svo þar í verði smeygt ásum til að bera borðið á;28ásana skaltu búa til af belgþornsviði, og gullbúa þá; á þeim ásum skal bera borðið.29Föt þau, sem borðinu til heyra, skálar, bolla, og dreypiker þau, sem til dreypifórnar eru höfð, það skaltu allt gjöra af skíru gulli;30þú skalt ætíð leggja skoðunarbrauð á þetta borð frammi fyrir mér.
31Þar næst skaltu gjöra ljósahjálm af skíru gulli, hann skal gjörður vera af drifverki; möndulinn, liljurnar, skálarnar, knapparnir og laufin skulu vera samgjörvingar.32Sex liljur skulu liggja út frá ljósahjálminum, þrjár liljur öðrumegin, og þrjár hinumegin;33á einni liljunni skulu vera þrjár skálar, í lögun sem mandelshvolf, með knöppum og laufum; á næstu lilju skulu og vera þrjár skálar, í lögun sem mandelshvolf, með knöppum og laufum; og svo skal vera á öllum 6 liljunum, sem út liggja frá ljósahjálminum.34Á sjálfum möndlinum skulu vera fjórar skálar, í lögun sem mandelshvölf, með knöppum og laufum;35skal einn knappurinn vera undir tveimur liljunum, og samgjör við möndulinn, og annar samgjör knappur undir tveimur næstu liljum, þá skal enn knappur vera undir hinum tveimur liljunum, og enn samgjörr; það eru þrír knappar fyrir þær sex liljur, sem út liggja frá ljósastikunni.36Knapparnir og liljurnar skulu vera samgjörvingar; allt skal það gjört vera af einlægu drifverki, og af skíru gulli.37Þú skalt gjöra 7 lampa með ljósahjálminum, og skaltu svo upp setja lampana, að þú látir þá skína á framanverðan hjálminn;38ljósasöx og skarpönnur, sem hjálminum fylgja, skulu vera af skíru gulli.39Hjálmurinn með öllum þessum umbúnaði skal gjörast af einni vætt skírs gulls,40og sjá svo til, að þú gjörir hann eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á fjallinu.