1Drottinn sagði við Móses: gakk fyrir faraó, og seg til hans: Svo segir Drottinn: gef mínu fólki burtfararleyfi, að það megi þjóna mér;2en ef þú vilt eigi gefa því orlof, þá skal eg plága allt þitt land með froskum;3fljótið skal vera krökkt af froskum, þeir skulu skríða á land og fara inn í höll þína og í svefnherbergi þitt og upp í rekkju þína, inn í hús þjóna þinna og upp á fólk þitt, í þína baksturofna og deigtrog;4og froskarnir skulu skríða upp á þig og fólk þitt, og upp á alla þjóna þína.5Drottinn mælti við Móses: Seg til Arons: rétt út hönd þína, og halt staf þínum uppi yfir ám, fljótum og stöðuvötnum, og lát froska koma yfir Egyptaland.6Og Aron útrétti sína hönd yfir vötn Egyptalands, kom þá upp froskurinn og huldi Egyptaland.7Kunnáttumennirnir gjörðu slíkt hið sama með töfrum sínum og létu froska koma yfir Egyptaland.8Þá kallaði faraó til Móses og Arons, og sagði: biðjið Drottin fyrir mér, að hann láti þessa froska hverfa frá mér og frá mínu fólki; þá skal eg láta fólkið fara, að það megi færa Drottni fórnir.9Móses sagði við faraó: þér skal veitast sú virðing, að ákveða, nær eg skuli biðja fyrir þér og fyrir þjónum þínum og fyrir fólki þínu, að froskarnir hverfi burt frá þér og úr húsum þínum; þeir skulu hvörgi eftir verða, nema í ánni.10Hann svaraði: á morgun. Móses mælti: svo skal vera, sem þú mælist til! svo þú vitir, að enginn er líki við Drottinn, vorn Guð;11froskarnir skulu víkja frá þér og úr húsum þínum, frá þínum þjónustumönnum og frá fólki þínu; einungis í ánni skulu þeir eftir verða.12Síðan gengu þeir Móses og Aron frá faraó, og Móses ákallaði Guð um froskana, og í það mund sem hann hafði tiltekið við faraó.13Drottinn gjörði, sem Móses beiddist, og dóu froskarnir í húsunum, görðunum og á ökrunum;14hrúguðu menn þeim saman í marga hauga, og varð þar af illur daun í landinu.15En er faraó sá, að hann fékk hvíld, þá forherti hann sitt hjarta, og lét ei skipast við orð þeirra, eins og Drottinn hafði fyrir sagt.
16Drottinn mælti við Móses: seg til Arons: rétt út staf þinn, og slá jarðarduftið, og skal það þá verða að mýi yfir allt Egyptaland.17Þeir gjörðu svo; og Aron útrétti sína hönd, og laust stafnum á jarðarduftið, og varð það að mýi á mönnum og fénaði; allt jarðarduft varð að mýi yfir allt Egyptaland.18Kunnáttumennirnir reyndu og til með fjölkynngi sinni að koma upp mýinu, en gátu ekki; lagðist mýið bæði á menn og fénað.19Þá sögðu kunnáttumennirnir við faraó: þetta er Guðs fingur; en hjarta faraós harðnaði, svo hann hlýddi ekki þeim Móses, eins og Drottinn hafði fyrir sagt.
20Þá sagði Drottinn við Móses: rís upp árla á morgun, og far til fundar við faraó, þá hann gengur ofan að vatninu, og seg til hans: Svo segir Drottinn: gef fólki mínu orlof, að það megi þjóna mér;21en ef þú lofar ei fólki mínu í burt, þá skal eg láta flugur koma yfir þig og þína þjónustumenn og yfir fólk þitt og í hús þín; og hús egypskra skulu full verða af flugum, og eins landið, sem þeir búa í.22En á þeim degi vil eg undantaka landið Gósen, þar sem mitt fólk býr, svo að þar skulu engar flugur vera, til þess þú vitir, að eg Drottinn, er í landinu;23og eg vil setja hlíf milli míns fólks og þíns fólks. Á morgun skal þetta tákn verða.24Drottinn gjörði svo; kom þá mikill fjöldi flugna í hús faraós og hans þjónustumanna, og í öllu Egyptalandi lagðist landið í eyði af flugunum.25Þá kallaði faraó á Móses og Aron, og sagði: farið, og færið fórnir yðar Guði hér innanlands.26Móses svaraði: ekki hæfir, að vér gjörum svo; því vér munum færa Drottni, Guði vorum, þær fórnir, sem Egyptalandsmönnum þykir óhæfa í; eigum vér að fórnfæra því, sem egypskir álíta óhæfu? mundu þeir þá ekki grýta oss?27Vér verðum að fara þrjár dagleiðir út í eyðimörkina til að færa fórnir Drottni, Guði vorum, eins og hann hefir oss boðið.28faraó mælti: eg vil lofa yður burt, að þér færið fórnir Drottni Guði yðar, á eyðimörku; þó með því móti, að þér farið ei lengra í burt; biðjið fyrir mér!29Móses svaraði: sjá! þegar eg kem út frá þér, vil eg biðja til Drottins, og skulu þá flugurnar á morgun víkja frá faraó og frá þjónustumönnum hans og frá fólki hans; en þá má faraó ekki oftar prettast um að lofa fólkinu burt til að færa Drottni fórnir.30Þá gekk Móses út frá faraó, og bað til Drottins;31og Drottinn gjörði, sem Móses bað, og lét flugurnar hverfa frá faraó og hans þjónustumönnum og fólki hans, svo engin ein var eftir.32En faraó forherti þá enn sitt hjarta, og leyfði ekki fólkinu burt.
Önnur Mósebók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:25+00:00
Önnur Mósebók 8. kafli
2að, 3ja og 4ða undur; froskar, mýbit, flugur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.