1Þessi eru nöfn Ísraelssona, sem komu með Jakob til Egyptalands, hver með sitt heimilisfólk:2Rúben, Símon, Leví, Júda,3Íssaskar, Sebúlon, Benjamín,4Dan, Naftalí, Gað og Aser;5en alls voru niðjar Jakobs sjötygi manns með Jósep, sem var í Egyptalandi.6En er Jósep var dáinn, og allir bræður hans, og allir samtíða menn þeirra,7þá æxluðust Ísraels niðjar og margfölduðust, jukust og fjölguðu svo mjög, að landið varð fullt af þeim.
8Þá hófst til ríkis í Egyptalandi nýr konungur, sem engin deili vissi á Jósep.9Hann sagði til síns fólks: sjáið! þjóð Ísraelsmanna hefir aukist og fjölgað en meir en vér;10látum oss fara kænlega að við þá, svo þeir eigi fjölgi; því vera má, ef ófriður að kemur, að þessi lýður gangi í lið með óvinum vorum, berjist í móti oss, og fari svo af landi burt.11Nú voru settir yfir þá verkstjórar, sem skyldu þjá þá með þrælavinnu; því þá var verið að byggja fyrir faraó vistaborgirnar Pítom og Raamses;12en því meir sem þeir voru þjáðir, þess meir fjölguðu þeir og útbreiddust, svo menn tóku til að óttast Ísraelsmenn.13Egyptalandsmenn þjáðu Ísraelslýð vægðarlaust,14og gjörðu þeim lífið leitt með þungum þrældómi, með leireltu, tigulsteinagjörð og alls konar akurvinnu, og öðru erfiði, er þeir lögðu vægðarlaust á þá.15Þá mælti Egyptalandskonungur til þeirra ebresku ljósmæðra, hét önnur Sifra, en hin Púa;16hann sagði: þegar þér sitjið yfir þeim ebresku konum, og þér sjáið, þá barnið liggur í laugartroginu, að það er sveinn, þá líflátið hann, en sé það meybarn, þá má það lifa.17En ljósmæðurnar óttuðust Guð, og gjörðu eigi það sem Egyptalandskonungur bauð þeim, heldur létu sveinbörnin lifa.18Þá kallaði Egyptalandskonungur ljósmæðurnar fyrir sig, og sagði til þeirra: hví hafið þér svo gjört, að láta sveinbörnin lifa?19Ljósmæðurnar svöruðu faraó: þær ebresku konur eru ólíkar enum egypsku; þær eru hraustar, og áður en ljósmóðirin kemur til þeirra, eru þær búnar að fæða.20Þar fyrir gjörði Guð ljósmæðrunum gott, og fólkið fjölgaði og varð mjög margt,21og fyrir þá sök að ljósmæðurnar óttuðust Guð, þá lét hann ættir Gyðinga aukast.22Þá bauð faraó öllu sínu fólki og sagði: kastið í ána öllum þeim sveinbörnum, sem fæðast; en öll meybörn mega lífi halda.
Önnur Mósebók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:25+00:00
Önnur Mósebók 1. kafli
Um ánauð Ísraelsfólks í Egyptalandi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.