11.) En Jakob fór sína leið; þá mættu honum englar Guðs.2Og hann sagði er hann sá þá: þetta eru herbúðir Guðs! og hann kallaði þann sama stað Mahanaim.3Og Jakob gjörði sendimenn á undan sér til móts við Esau bróður sinn til landsins Seir, landsins Edom.4Og hann bauð þeim og sagði: segið herra mínum Esau, svo segir þinn þénari Jakob: eg hefi verið utanlands, hjá Laban, þangað til nú;5og eg hefi eignast uxa og asna, sauði og þræla og ambáttir, og nú hefi eg sent til míns herra, að láta hann vita það, til þess að finna náð í þínum augum.6Og sendimennirnir komu aftur til Jakobs og sögðu: vér komum til bróður þíns Esau, hann fer á móti þér með 4 hundruð manns.7Þá varð Jakob mjög hræddur og kvíðafullur; og hann skipti fólkinu sem með honum var, og sauðum og nautum og úlföldum, í tvo flokka;8því hann hugsaði: þó Esau yfirfalli annan flokkinn og drepi allt niður, þá getur skeð að sá annar komist undan.
92.) Og Jakob sagði: Guð föður míns Abrahams, og Guð föður míns Ísaks, Drottinn, þú sem sagðir við mig: snú þú aftur til þíns lands og til þíns heimkynnis, eg vil gjöra vel við þig,10ómaklegur er eg allrar þeirrar miskunnar og trúfesti sem þú hefur auðsýnt þjóni þínum; því með stafinn minn einan fór eg yfir þessa Jórdan, en nú er eg orðinn að tveimur fylkingum;11frelsa mig af hendi bróður míns, af hendi Esau, því eg er hræddur við hann, og óttast að hann yfirfalli mig, og drepi líka mæðurnar með börnunum.12Þú hefir sagt: eg mun veita þér velgjörninga og gjöra þína niðja sem sjávarsand, sem ekki verður talinn fyrir fjölda sakir.13Og hann var þar um nóttina, og tók af því, sem hann hafði hjá sér, gáfur handa bróður sínum Esau,14tvö hundruð geitur, tuttugu geithafra, tvö hundruð ásauði, tuttugu hrúta,15þrjátíu mylka úlfalda með þeirra folöldum, fjörutíu kýr og tíu naut (bola), tuttugu ösnur og tíu asna;16og hann fékk þetta í hendur sínum þjónum; hverjum hjörð út af fyrir sig, og mælti við sína þjóna: farið á undan mér, og látið vera bil á milli hjarðanna.17svo bauð hann þeim fyrsta og mælti: þegar Esau bróðir minn mætir þér og spyr þig og segir: hverjum heyrir þú til? og hvert ætlar þú? og hver á þetta, sem þú rekur á undan þér?18Þá skaltu segja: þínum þénara Jakob tilheyri eg; gáfa þessi er sending til míns herra Esau, og hann er hér á eftir okkur.19Og hann bauð hið sama þeim öðrum og þriðja og öllum þeim sem ráku hjarðirnar, og mælti: þessi orð skuluð þér tala við Esau, þegar þér hittið hann;20og þér skuluð líka segja: sjá! þénari þinn Jakob kemur á eftir okkur líka. Því hann hugsaði: eg skal blíðka hann með gáfum, sem eg sendi á undan mér, og þar eftir skal eg finna hann; kannske hann geti þá séð mig.21Svo fór gáfan á undan honum, en hann var þá sömu nótt í sínum áfangastað.
223.) Og hann stóð upp þá sömu nótt og tók báðar konur sínar, og báðar sínar ambáttir og sín ellefu börn, og fór að vaðinu á Jabok,23og flutti yfir ána, og fór með allt, sem hann átti, yfir ána.24En Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann þangað til dagaði.25Og sem hann sá að hann gat ekki fellt hann, snart hann hans mjaðmar skál, og Jakobs mjöðm skekktist í liði í því hann glímdi við hann;26og hann sagði við hann: slepptu mér, því nú dagar. Og hann svaraði: eg sleppi þér ekki nema þú blessir mig.27Og hann sagði: hvert er nafn þitt. Hann svaraði: Jakob.28Og hinn sagði: nafn þitt skal ekki lengur vera Jakob, heldur Ísrael; því þú hefur glímt við Guð og menn og fengið sigur.29Og Jakob spurði og mælti: segðu mér þó nafn þitt! og hann svaraði: hvers vegna spyr þú að mínu nafni? Og hann blessaði hann þar.30Og Jakob nefndi þennan stað Pniel (Guðs auglit) „því séð hefi eg Guð bersýnilega, og líf mitt er frelsað“31Og sem hann fór frá Pniel, rann sólin upp; og hann var haltur í mjöðminni.32Því eta Ísraels synir ekki aflsinina, þá sem er yfir mjaðmarholunni, því hann snart aflsin Jakobs mjaðmarskálar.
Fyrsta Mósebók 32. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:20+00:00
Fyrsta Mósebók 32. kafli
1.) Jakob óttast hefnd af Esau. 2.) Blíðkar hann með gjöfum. 3.) fær nafnið Ísrael.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.