11.) Þá minntist Guð á Nóa, og öll dýrin og allan fénaðinn sem með honum var í örkinni, og Guð lét vind fara yfir jörðina, og vatnið sjatnaði,2og uppsprettur undirdjúpsins luktust aftur og gluggar himinsins, og regninu linnti af himninum.3Og vatnið rénaði, því það rann burt meir og meir, og þverraði, eftir hundrað og fimmtíu daga.4Og örkin nam staðar í sjöunda mánuði, á seytjánda degi mánaðarins, á fjallinu Ararat.5Og vatnið var að réna allt til hins 10da mánaðar; á fyrsta degi mánaðarins sáust fjallatindarnir.
6Og það skeði eftir 40 daga að Nói lauk upp glugga arkarinnar sem hann hafði gjört,7og lét út hrafn; hann flaug fram og aftur, þangað til vatnið þornaði á jörðunni.8Og hann sendi út frá sér dúfu, til að vita hvert vatnið væri þverrað á jörðunni,9en dúfan fann ekki hvíldarstað fæti sínum og hvarf til hans aftur í örkina; því enn nú var vatn yfir allri jörðunni; og hann rétti út sína hönd, og tók hana til sín í örkina.10Og hann beið enn aðra sjö daga, og sendi svo dúfuna aftur úr örkinni.11Þá kom dúfan til hans aftur undir kvöld, og sjá! hún hafði viðsmjörsviðarlaufblað ókvolað í nefinu. Þá sá Nói að vatnið var þverrað á jörðunni.12Og hann beið enn í sjö aðra daga, og sendi svo frá sér dúfuna; en hún kom ekki til hans aftur.13Þegar Nói var 6 hundruð og eins árs, á fyrsta degi ens fyrsta mánaðar, þá þornaði vatnið á jörðunni; og Nói tók þakið af örkinni, og litaðist um, og sjá! jörðin var orðin þurr.14Á tuttugasta og sjöunda degi hins annars mánaðar, var jörðin þurr.
152.) Þá talaði Guð við Nóa og mælti:16Gakk þú úr örkinni, þú og kona þín og synir þínir og sonakonur þínar með þér,17og láttu fara út með þér öll dýr sem með þér eru af öllu holdi, fugl og fénað og kvikindi sem hrærast á jörðunni, að þetta dreifist um jörðina, tímgist og fjölgi á jörðunni.18svo gekk Nói út og synir hans, og kona hans, og sonakonur hans með honum,19öll dýr, öll kvikindi, allir fuglar, allt sem bærist á jörðunni; eftir sínu kyni, gekk hvað eitt út úr örkinni.
20Nói byggði þá Drottni altari, og tók af öllum hreinum dýrum og hreinum fuglum og offraði brennifórn á altarinu.21Og Drottinn luktaði þægilegan ilm og sagði í sínu hjarta: eg vil nú ei framar bölva jörðunni aftur fyrir mannsins skuld; því hugsanir mannsins hjarta eru vondar frá barnæsku, og eg mun ei framar deyða allt sem lifir, eins og eg gjörði nú.22Alla daga jarðarinnar skal ei vanta vor og haust, kulda og hita, sumar og vetur, dag og nótt.
Fyrsta Mósebók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 8. kafli
1.) Flóðinu linnir. 2.) Nói offrar.
V. 4. Í aprílmánuði halda sumir lærðir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.