1Og Drottinn sagði við Nóa: gakk þú og allt þitt hús í örkina; því eg hefi séð þig réttlátan fyrir minni augsýn, á þessari öld.2Tak þú til þín af öllum hreinum dýrum, sjö og sjö, karlkyns og kvenkyns; en af þeim dýrum sem ekki eru hrein, tvö og tvö, karlkyns og kvenkyns.3Líka af fuglum himinsins sjö og sjö, karlkyns og kvenkyns, til að viðhalda lífs stofni á allri jörðunni;4því að sjö dögum liðnum, mun eg láta rigna á jörðina í fjörutíu daga og fjörutíu nætur, og eg mun afmá sérhverja skepnu sem eg hefi gjört af allri jörðunni.5Og Nói gjörði allt eins og Drottinn bauð honum.6En Nói var sex hundruð ára gamall, þegar vatnsflóðið kom yfir jörðina.7Og Nói gekk í örkina og synir hans og kona hans og sona konur hans, með honum, áður en vatnsflóðið kom,
8og (nokkuð) af hreinum dýrum, og af þeim dýrum sem ekki voru hrein, og af fuglum og af öllum kvikindum jarðarinnar;9tvennt og tvennt kom til Nóa í örkina, karlkyns og kvenkyns, eins og Guð hafði boðið Nóa.
10Og það skeði eftir sjö daga, þá var flóð vatna yfir jörðunni.11Þegar Nói var sex hundruð ára, seytjándi dagurinn í þeim öðrum mánuði, var sá dagur á hverjum opnuðust allar uppsprettur ens mikla undirdjúps, og gluggar himinsins lukust upp.12Og yfir jörðina rigndi, fjörutíu daga og fjörutíu nætur.13Á þeim sama degi gekk Nói og synir hans, Sem, Kam og Jafet, og Nóa kona og þrjár sona konur Nóa, með honum í örkina og allar lifandi skepnur eftir þeirra kyni,14og allur fénaður eftir sínu kyni, og öll kvikindi sem skríða á jörðunni eftir þeirra kyni, og allir fuglar eftir þeirra kyni, allt fiðrað og fleygt.15Og til Nóa kom í örkina tvennt og tvennt af öllu holdi, sem í var lífs andi.
16Og það sem kom karlkyns og kvenkyns af öllu holdi, gekk inn, eins og Guð bauð honum. Og Drottinn læsti eftir honum.
17Og flóðið var á jörðunni í 40 daga og vatnið óx og lyfti örkinni upp hátt yfir jörðina.18Og vatnið fékk yfirhönd og magnaðist ákaflega á jörðunni, en örkin flaut á vatninu.19Og vatnið varð mikið á jörðunni og öll þau háu fjöll fóru í kaf, sem eru undir öllum himninum.20Fimmtán álnir gekk vatnið upp yfir fjöllin, svo þau byrgðust,21þá dó allt hold sem kvikar á jörðunni, fuglar, fénaður og dýr og ormar, sem þá skreið á jörðunni og allir menn.22Allt sem hafði lifandi anda í sínum nösum, allt á þurrlendinu, það dó.23Og svona var afmáð sérhver skepna, sem var á jörðunni, menn, fénaður, ormar og fuglar himinsins. Þetta allt afmáðist af jörðunni. Nói einn varð eftir og það, sem með honum var í örkinni.24Og vatnið var mikið á jörðunni í hundrað og fimmtíu daga.
Fyrsta Mósebók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 7. kafli
Syndaflóðið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.