IIII.

Eg snera mér og sá til allra þeirra sem órétt líða undir sólunni og sjá, þeir grétu sem rangindi liðu og höfðu þann öngvan sem þá huggaði og þeir sem þeim rangt gjörðu voru megtugir svo enginn gat hina huggað.

Þá prísaði eg þá hina dauðu sem framliðnir voru miklu framar en þá liföndu sem eftir lifðu. Og hann sá sem [ ekki er er betri þessu hvorutveggju og ekki hafði fornumið það hið vonda sem skeði undir sólunni.

Eg hugleidda og sá arfiði og ástundan mannanna í öllu þeirra athæfi og eg sá að hver öfundaði annan og var ekki annars utan hégóma og mæði. Því að heimskir börðust með höndum og átu svo sitt hold. Betri er fullur hnefi með spekt en báðar hendur fullar með sorg og armæði.

Eg snera mér og sá annan hégóma undir sólunni: Þar er einn einsamalla maður og hefur hverki barn né bróður og var þó enginn endi á hans arfiði og hans augu urðu ekki mett af ríkdómi og hann sagði: Fyrir hvern mun eg arfiða og þreyta so mína sál? Það er og einn hégómi og vond mæði. Svo ser miklu betra tveir en einn því þeir munu vel njóta síns arfiðis. Því að falli annar svo reisir og hjálpar hinn annar honum upp aftur. Vei sé þeim sem einn er því nær hann dettur þá er enginn til að reisa hann upp aftur. Og nær tveir til samans liggja þá vermir hver annan. Hversu má einsömlum heitt verða? einn má yfirvinnast en tveir kunna í móti að standa því að eitt þrefalt snæri slíst ekki auðveldlega í sundur.

Eitt fátækt barn hyggið er betra en gamall kóngur sá sem er heimskur sem ekki kann að sjá fram í veg fyrir sér. Einn kemur af fangelsi og er tekinn til kóngs og annar er fæddur með kóngstign og verður so fátækur. Og eg sá allt það sem [ lifði undir sólunni gekk með öðru barni sem koma skyldi í hans stað. Og þar var enginn endi á því fólki sem gekk fyrir og eftir og fengu þó öngva gleði af honum. Og það er ekki annað utan eymd og hégómi.