V.

Minn vin komi hann í sinn aldingarð og neyti af hans dýrðlegum ávöxtum. Eg kom, mín systir, kærasta brúður, í minn aldingarð. Eg hef af mulið mína mirru með öðrum kryddum, eg hefi etið minn hunangsseim með mínu hunangi, eg hefi drukkið mitt vín með minni mjólk. Etið, mínir elskendur, og drekkið, mínir kærir vinir, og verið glaðir.

Eg sef en mitt hjarta vakir: Það er míns vinar raust sem þar ber. Lát upp, mín allrakærasta, mín systir, mín dúfa, mín innilega, því að mitt höfuð er fullt af dögg og mínir lokkar eru fullir af náttdropum.

Eg hefi fært mig af mínum kyrtli, hvernin skal eg nú færa mig í hann aftur? Eg hefi þvegið mínar fætur, hversu má eg gjöra þá óklára aftur?

En minn vin stakk sinni hendi í gegnum eitt hol og minn líkami skalf þar við. Þá stóð eg upp og lauk upp fyri mínum kærasta. Mirran draup af mínum höndum og mirran flaut um mínar fingur á hurðarlokunni. Og þá eg hafði upplátið fyrir mínum vin var hann í burtu og af stað genginn.

Þá gekk mín sála út eftir hans orðum, eg leitaði að honum en eg fann hann ekki. Eg kallaði en hann svaraði mér öngvu. Vökumennirnir sem gengu um staðinn þeir fundu mig, slógu mig og særðu, vaktararnir á múrunum tóku mína yfirhöfn frá mér. Eg særi yður, þér dætur Jerúsalem, ef þér finnið minn vin þá segið honum að eg ligg sjúk af ástarelsku!

Hvað er þinn vinur framar en aðrir vinir, ó þú in fegursta á meðal kvennanna, hvernin er þinn vinur framar öðrum að þú hefur svo sært oss? Minn elskhugi er hvítur og rauður, útvalinn á meðal margra þúsunda. Hans höfuð er besta gull, hans lokkar hrökkva og eru svartir sem hrafn.

Hans augu eru sem dúfuaugu hjá uppsprettulækjum, þvegin með mjólk og standa í fyllingu. Hans kinnbein eru sem vaxandi jurtramakarans aldingarður. Hans varir eru sem rós af hverri að drýpur rennandi mirra. Hans hendur eru líka sem gullhringar hlaðnir með hyacintis. Hans líkami er sem fílabein prýdd með safír. Hans bein eru sem marmarastólpar grundvallaðir með gullfestum. Hans mynd er sem Líbanon, útvalin sem sedrustré. Hans barki er sætur og allur lystilegur. Slíkur er minn vinur og hann er minn vinur, þér dætur Jerúsalem.