Historian út af Susanna og Daníel
Í Babýlon var einn maður. Sá hét Jóakim. Hann átti sér kvinnu. Hún hét Súsanna Hilkídadóttir. Hún var mjög væn og þar með guðhrædd því að hún átti góða foreldra sem hana höfðu menntað eftir Móses lögmáli. Hennar maður Jóakim var stórauðugur og hafði einn fagran aldingarð áfastan sínu húsi. Og ætíð komu Gyðingar til samans í hjá honum það hann var helstur á meðal allra þeirra.
Og á því sama ári voru tveir öldungar settir af fólkinu til dómanda. Það voru þess háttar menn um hverja Drottinn hafði talað: „Þeirra dómendur drýgja alls kyns ranglæti í Babýlon.“ Þessir komu daglega til Jóakim og hver sem nokkuð hafði að málþarfa hann hlaut að koma fyrir þá.
Þegar fólkið var nú burtgengið um miðdegi þá var Súsanna vön að ganga í aldingarð manns síns. Og þá öldungarnir sáu að hún gekk þangað daglega á kveiktist með þeim vond girnd til hennar og urðu þussar þar yfir og so renndu þeir augum til hennar að eigi kunnu þeir að líta til himinsins og hverki hugsuðu þeir um Guðs orð né hegning.
En báður brunnu þeir af hennar ást og skammaðist hver um sig að segja það öðrum og hver fyrir sig vildi feginn henni samlagast. Og daglega hugsuðu þeir þar vandlega að að þeir mætti aðeins sjá hana. Og hver sagði til annars: „Förum heim það máltíðartími er kominn.“ Og þá hver þeirra var nú við annan skilinn þá sneri aftur hver fyrir sig og fundust að nýju. Þegar hver spurði nú annan að þá gengu þeir við sinni vondri girnd. Því næst kom þeim það saman að þeir skyldu stunda þar upp á að þeir mættu finna kvinnuna einsamla.
Og þá þeir höfðu nú tilsett sér einn tiltækilegan dag að umsitja hana þá kom Súsanna með tveimur sínum ambáttum í aldingarðinn eftir vana sínum að þvo sér það mikill hiti var. Og enginn maður var í aldingarðinum nema þessir tveir öldungar sem sig höfðu falið leynilega og um hana sátu. Og hún mælti til ambátta sinna: „Sækið mér balsamum og sápu og látið aftur aldingarðinn so eg megi þvo mig.“ Þjónustupíkurnar gjörðu so sem þeim var boðið og létu aftur aldingarðinn og gengu út um nokkrar leynidyr að sækja það sem hún vildi hafa. Og ekki urðu þær varar við mennina það þeir höfðu falið sig.
Þá ambáttirnar voru nú í burt þá komu þessir tveir öldungar þar fram, hlupu að henni og sögðu: „Sjá, aldingarðurinn er afturlyktur og enginn sér oss og við brennum af þinni ást. Því gjörðu okkarn vilja. En ef þú vilt það ekki þá skulum við vitna í móti þér að við höfum fundið einn ungan mann hjá þér einsamlan og þar fyri rhafir þú í burt sent þínar ambáttir.“
Þá andvarpaði Súsanna og sagði: „Hvað mikla angist hefi eg það ef eg gjöri þetta þá em eg dauðans en gjöri eg það ekki þá mun ekki komast undan ykkar höndum. Þó vil eg eg heldur falla saklaus í mannanna hendur en að syndgast í móti Drottni.“ Og hún tók til að kalla hárri röddu en öldungarnir kölluðu upp yfir henni. Og annar þeirra hljóp á dyrnar aldingarðsins og lét þær upp. Þegar þjónustufólkið heyrðu nú slíkt kall þá hlupu þeir út í aldingarðinn um leynidyrnar að sjá hvað henni væri að höndum komið. Og öldungarnir hófu upp og sögðu frá henni svo að þénararnir skömmuðust sín hennar vegna það slíkt hafði aldrei heyrst fyrri um Súsönnu.
Annars dags þegar fólkið var til samans komið í húsi Jóakims manns hennar þá komu og þar þessir tveir öldungar fullir flærðar í gegn Súsönnu að þeir kæmi henni í dauðann. Og þeir mæltu til alls fólksins: „Sendið burt og látið hingað koma Súsönnu dóttur Hilchie, kvinnu Jóakims.“ Og þegar hún var kölluð þá kom hún með sínum foreldrum, börnum og allri sinni ætt. En hún var mjög væn og fríð. Þar fyrir skipuðu þeir skálkar að taka línið frá henni hvar með hún hafði hulið sig so að þeir mættu seðjast af hennar fegurð. Og allir þeir sem þar við voru og hana þektu þeir grétu yfir henni.
Og þeir tveir öldungar stóðu upp á meðal fólksins og lögðu sínar hendur yfir hennar höfuð. En hún grét og lyfti upp sínum augum til himins því að hennar hjarta hafði trúnaðartraust á Drotni. Og öldungarnir hófu upp og sögðu: „Þá við gengum alleina báðir um kring í aldingarðinum þá kom hún þangað með tveimur ambáttum og lét aftur aldingarðinn og sendi í burt ambáttirnar frá sér. Þá kom til hennar einn ungur maður sá sem sig hafði falið og lagðist með henni. En þegar við úr einni hyrningu aldingarðsins sáum slíka skömm þá hlupu við jafnsnart þangað að og fundum þau bæði hvert hjá öðru. En ungmennið gátu við ekki höndlað það hann var okkur yfirsterkari og hratt upp dyrunum og stökk í burt. En hana tóku við höndum og spurðum eftir hver sá inn ungi maður var en hún vildi ekki segja okkur það. Þessara hluta erum við vottar.“
Og fólkið trúði þeim tveimur so sem dómendum og yppustum á meðal fólksins og dæmdu Susannam til dauða. En hún kallaði upp með hárri röddu og sagði: „Drottinn eilífur Guð, þú sem þekkir alla heimuglega hluti og veist alla hluti áður en þeir verða. Þú veist að þessir hafa borið falskan vitnisburð í gegn mér. Og nú, sjá þú, eg hlýt að deyja þó að eg sé saklaus af þessu sem þeir hafa illa upp á mig logið.“ Og Guð bænheyrði hennar kall.
Þegar hún var nú útleidd til dauðans þá uppvakti Guð anda eins ungmennis. Sá hét Daníel. Hann hóf upp að kalla með hárri röddu: „Eg vil vera saklaus af þessu blóði.“ Og allt fólkið sneri sér við til hans og spurði hvað hann meinaði með slíkum orðum. En hann gekk framan að og sagði: „Eru þér af Ísrael so heimskir að þér fordæmið eina af Ísraelsdætrum áður en þér rannsakið sökina og vitið hana? Snúið aftur fyrir dóminn því að þessir hafa borið falsvitni í móti henni.“ Og allt fólkið sneri aftur jafnsnart.
Og öldungarnir töluðu við Daníel: „Set þig hér niður hjá oss og undirvísa oss fyrst að Guð kallar þig til þessa dómaraembættis.“ Og Daníel sagði til þeirra: „Skiljið þá að hvorn frá öðrum. Þá vil eg yfirheyra hvern fyrir sig sérdeilis.“ Og þá þeir voru nú aðskildir þá kallaði hann á þann eina og sagði til hans: „Þú hinn vondi gamli skálkur, nú koma yfir þig syndir þínar sem þú hefur fyrr meir gjört þá þú uppsagðir ranga dóma og fordæmdir saklausa en lést sakaða lausa þar Drottinn hefur þó sagt: Þú skalt ekki deyða þá góðu og saklausu. Hafir þú nú séð þessi, þá segðu fram: Undir hverju tré fannstu þau til samans?“ En hann svaraði: „Undir einu linditré.“ Þá svaraði Daníel: „Rétt. Engill Drottins mun finna þig og sundursníða þig það með þínum lygum gjörir þú þig sjálfur líflausan.“
Þegar þessi var í burtu bauð hann að hinn annar skyldi koma fyrir hann og sagði til hans: „Kanaans art og ekki Júda! Fegurðin hefur heimskað þig og sú vonda fýsnin hefur umsnúið þínu hjarta. So hafi þið farið með Ísraelsdætur og þær hafa orðið af hræðslu að gjöra yðarn vilja. En þessi dóttir Júda hefur ekki samþykkt yðar hrekkvísi. Segðu nú fram: Undir hverju tré fannstu þau bæði sömum?“ En hann svaraði: „Undir einni eik.“ Þá svaraði Daníel: „Rétt. Engill Drottins skal uppteikna þig og í sundurhöggva þig því að með þínum lygum gjörir þú þig sjálfur líflausan.“
Þá hóf allt fólkið upp og kallaði með hárri röddu og prísaði Guð, sem þeim hjálpar er upp á hann vona og treysta, og risu upp í móti þeim tveimur öldungum, með því að Daníel hafði yfirunnið þá og af þeirra eigin orðum að þeir voru ljúgvottar, og gjörðu við þá eftir Móses lögmáli so sem þeir höfðu forskuldað við sinn náunga og drápu þá. Svo varð á þeim degi frelsað saklaust blóð. En Hilkía og hans kvinna lofuðu Guð fyrir sína dóttur Susanna og Jóakim hennar maður og allir þeirra ættmenn að ekkert óærlegt var með henni fundið. Og Daníel varð mikill hjá fólkinu upp frá þeim degi og jafnan þar eftir.
Um Bel í Babýlon
Eftir dauða Astyagis tók Cyrus af Persialandi kóngdóm. Og Daníel var jafnan hjá kónginum og meir virður en allir aðrir kóngs vinir.
Nú höfðu þeir í Babýlon einn afguð. Hann nefndist Bel. Honum urðu menn daglega að offra tólf mælir hveitis, fjörutígir sauði og þrjár ámur víns. Og kóngurinn þjónaði þessum afguð sjálfur og gekk daglega til hans að tilbiðja hann. En Daníel tilbað Guð sinn.
Og kóngurinn sagði til hans: „Hvar fyrir tilbiður þú ekki Bel?“ Hann sagði: „Eg þjóna ekki skúrgoðum sem með höndum eru gjörð heldur þeim lifanda Guði sem himin og jörð hefur gjört og einn Drottinn er alls þess sem lifir.“ Þá sagði kóngurinn til hans: „Heldur þú ekki Bel fyrir einn lifanda Guð? Sér þú ekki hversu mikið han etur og drekkur daglega?“ En Daníel brosti að og sagði: „Herra kóngur, lát ekki villa þig það þessi Bel er hið innra ekki nema leir en utan til kopar og hefur enn nú aldrei nokkuð etið.“
Þá varð kóngurinn reiður og lét kalla á alla sína kennimenn og sagði til þeirra: „Ef þér segið mér ekki hver að neytir þessa offurs þá skulu þér deyja. En geti þér bivísað að Bel neyti þess þá skal Daníel deyja það hann hefur lastað Bel.“ Og Daníel sagði: „Já herra kóngur, verði so sem þú hefur talað.“
En prestar Bel voru sjötígir fyrir utan kvinnur þeirra og börn. [Prestar Bel lxx]2 Og kóngurinn gekk með Daníel í musteri Bel. Þá sögðu prestarnir: „Sjá, vér viljum ganga í burt og þú, herra kóngur, skalt sjálfur leggja fæðu og drykk fyrir hann og læsa aftur dyrunum og innsigla þær með þínum eigin hring. Og á morgun árla þá þú kemur aftur og finnur þú ekki að Bel hafi neytt alls þessa þá viljum vér gjarna deyja. Ella Daníel skal drepinn verða sem slíkt hefur logið á oss.“ En þeir treystu þar upp á að þeir höfðu gjört einn heimuglegan niðurgang undir borðinu. Þar gengu þeir jafnan inn og átu upp allt það sem þar var til.
Þá kennimennirnir voru nú útgengnir þá lét kóngurinn setja fæðuna fyrir Bel. En Daníel bauð sínum þénurum að sækja ösku og lét dreifa henni um allt musterisgólfið fyrir kónginum. Því næst gengu þeir út og læstu aftur dyrnar og innsigluðu þær með kóngsins hring og gengu í burt. En prestarnir gengu um nótt þar inn eftir þeirra vana með þeirra kvinnum og börnum, átu og drukku upp allt það sem þar var.
Að morni dags mjög snemma var kóngurinn uppi og Daníel með honum. Og kóngurinn sagði: „Er innsiglið óskaddað?“ En hann svaraði: „Já, herra kóngur.“ Og jafnsnart sem dyrnar voru upplátnar þá leit kóngurinn upp á borðið og kallaði upp með hárri röddu: „Bel, þú ert einn mikill guð og engin svik eru með þér!“ En Daníel brosti og hélt kónginum svo að hann skyldi ekki ganga inn og sagði: „Horfið á gólfið og hyggið að hvaða fótspor þetta eru.“ Kóngurinn sagði: „Eg sé fótspor karlmanna og kvenna og barna.“ Þá varð kóngurinn reiður og lét taka prestana, þeirra kvinnur og börn. Og þeir urðu að sýna honum þau heimuglegu göng hvar um þeir gengu út og inn og höfðu uppetið allt það sem á borðinu var. Og kóngurinn lét drepa þá og gaf Bel í vald Danielis. Hann niðurbraut hann og hans musteri.
Um drekann í Babýlon
Þar var og í þeim sama stað einn mikill dreki hvern þeir í Babýlon tilbáðu. Og kóngurinn sagði til Daníel: „Hvað? viltu og segja um þennan að hann sé ekki annað en skúrgoð af kopar? Sjáðu, hann lifir að vísu það hann etur og drekkur og eigi kanntu að segja að hann sé ekki einn lifandi guð. Þar fyrir tilbið þú hann.“ En Daníel svaraði: „Eg mun tilbiðja Drottin minn Guð það hann er sá lifandi Guð. En þú, herra kóngur, leyfðu mér, þá vil eg drepa þennan dreka en hverki með sverði né með stöngu.“ Og kóngurinn sagði: „Já, það leyfist þér.“ Þá tók Daníel bik, feiti og hár og sauð það til samans og gjörði einn leif þar af og kastaði honum í munninn á drekanum. Og drekinn brast þar af sundur í miðju í tvo hluti. Þá sagði Daníel: „Sjáið, þetta eru yðrir guðir.“
Þegar þeir í Babýlon heyrðu nú þetta þá líkaði þeim það stórilla og gjörðu upphlaup í móti kónginum og sögðu: „Vor kóngur er orðinn einn Gyðingur það hann hefur niðurbrotið Bel og drepið drekann og í hel slegið kennimennina.“ Og þeir gengu fyrir kónginn og sögðu: „Gef oss fram Daníel elligar skulum vér drepa þig og allt þitt hús.“ Þegar kóngurinn sá að þeir þrengdu að honum með valdi þá varð hann að gefa þeim Daníel. Og þeir köstuðu honum í leónagröfina. [Daníel kastast í leónagröfina]2 Þar lá hann í sex daga. Og í þeirri gröf voru sjö león. Þeim gáfu menn daglega tvo menn og tvo sauði. En á þessum dögum var þeim ekkert gefið svo að þau skyldu eta Daníel.
En í Gyðingalandi var einn propheti, Abacuc. Hann hafði matreitt einn graut og brotið þar brauð ofan í á einu djúpu fati og gekk með þetta út á akurinn að færa það sínum kornskurðarmönnum. [Abacuc færir Daníel fæðslu]2 Og engill Drottins sagði til Abacuc: „Þú skalt færa Daníel þann mat sem þú ber til Babýlon í leónagröfina.“ Abacuc svaraði: „Drottinn, eg hefi aldrei séð Babýlon og eigi veit eg hvar sú leónagröfin er.“
Þá greip engillinn í hvirfilinn á honum og flutti hann sem einn sterkur stormvindur til Babýlon til grafarinnar. Og Abacuc kallaði og sagði: „Daníel, Daníel, meðtak þá fæðu sem Drottinn hefur sent þér.“ Og Daníel sagði: „Drottinn Guð, þú minnist enn nú á mig og yfirgefur þá ekki sem þig ákalla og þig elska.“ Og hann reis upp og át. En engill Drottins flutti Abacuc jafnsnart aftur í sinn stað.
Og á hinum sjöunda degi kom kóngurinn að syrgja Daníel. Og þegar hann kom til grafarinnar og leit þar inn, sjá þú, þá sat Daníel mitt á milli leónanna. Og kóngurinn kallaði upp hárri röddu og sagði: „Ó Drottinn, þú Guð Danielis, þú ert einn mikill Guð og þar er enginn Guð nema þú.“ Og hann lét taka hann upp úr gröfinni. En hinum öðrum sem honum vildu hafa fyrirkomið lét hann kasta í gröfina. Og þeir urðu jafnsnart fyrir hans augum af leónunum uppsvelgdir.
Bæn Asarja Dan. iii.
útlögð úr grískunni
Og Asarias stóð mitt í brennandi ofninum, lauk sínum munni upp, baðst fyrir og sagði:
„Blessaður sértu, Guð Drottinn feðra vorra, og þitt nafn hlýtur loflegt og dýrðarsamlegt að vera eilíflegana. Því að þú ert réttvís í öllu því sem þú hefur gjört við oss. Öll þín verk eru réttileg og hvað þú gjörir það er rétt og allir þínir dómar eru óstraffanlegir.
Þú gjörir oss rétt í því það þú hefur straffað oss meður slíkri hegning sem þú hefur látið yfir oss koma og yfir Jerúsalem, þá heilögu borg feðra vorra. Já, þú gjörir vel og réttvíslega í því fyrir vorra synda sakir.
Því að vér höfum syndgast og illa gjört í því að vér burt snerust frá þér og höfum alla vegana þér á móti gjört og hlýtt ekki þínum boðorðum né skeytt þeim grand so að vér gjörðum þar eftir sem þú hefur boðið oss so það oss mætti vel vegna. Þar fyrir þá hefur þú réttilegana gjört að þú hefur látið allt þetta koma yfir oss og gefið oss út í hendur óvinum vorum, þeim óguðlegum vondum mönnum og þeim rangláta, grimmasta kóngi á jarðríki.
Og vér dirfunst ekki vorum munni upp að lúka, so erum vér skammaðir og að háðung vorðnir fyrir þínum þjónustumönnum og fyrir öllum þeim sem þig óttast. En þú, útskúfa oss þó ei með öllu fyrir þíns heilaga nafns sakir og fyrirlegg ei þinn sáttmála og tak ekki þína miskunnsemi í burt frá oss vegna Abrahams, þíns elskulega vinar, og þíns þjóns Ísaak og Ísrael hins heilaga hverjum eð þú hefur fyrirheitið að fjölga þeirra sæði líka sem stjörnur himins og so sem sand í sjávarhafi.
Því að vér erum færri orðnir heldur en allar þjóðir og erum nú hinir allra fyrirlitnustu á jörðu fyrir vorra synda sakir so það vér höfum nú hverki höfðingja, spámenn né kenniföður og ekki neitt brennioffur né daglegt offur, eigi matfórnir né reykelsisoffur og höfum öngvan þann stað þar eð vér getum offrað so að vér mættum þína miskunn finna heldur með einu sorgfullu hjarta og angurbitnu hugskoti þá komum vér fyrir þig so sem að offruðum vér brennifórnir af uxum og hrútum og mörgum þúsundum feitra sauða. Líka svo þá láttu vort offur í dag verða í þinni augsýn og það sé þér þakknæmilegt því að þú lætur þá ekki til skammar verða sem upp á þig treysta.
Og nú komum vér með öllu hjarta og leitum þíns auglits með hræðslu. Þar fyrir þá lát þú oss ekki til skammar verða heldur gjör þú við oss, Drottinn, eftir þinni mildi og eftir þinni mikilli miskunnsemi og frelsa oss eftir þínum dásemdum og gef þínu nafni dýrðina so að sín skammist allir þeir sem þínum þjónustumönnum til vonda gjöra og fyrir þinni magt og veldistign verði þeim til skammar svo að þeirra vald verði foreytt so að þeir viti það þú sért Guð Drottinn, dýrðarsamlegur yfir allri jarðarkringlunni.“
Og konungsins þjónustumenn þeir er þeim höfðu innkastað í ofninn létu egi af að uppkveikja bálið í ofninum með biki og brennisteini, lyngi og þurru hrísi so það loganum sló upp úr ofninum so hátt sem níu álnir og fjörutígi og brenndi í kringum sig og uppbrenndi þá Chaldeos sem loginn gat til náð fyrir utan ofninn. En engill Drottins gekk með þeim sem hjá Asarja voru í ofninum og keyrði út eldsbálið úr ofninum og gjörði so í ofninum líka sem að blési vindur með döggu so það eldurinn snerti þá ekki aðeins né brenndi þá eða gjörði þeim neinn skaða.
Lofsöngur þeirra þriggja manna í eldinum. Dan. iii. af grískunni
Þá hófu upp þessir þrír að syngja hver með öðrum, prísuðu og lofuðu Guð í ofninum, so segjandi:
Blessaður sértu, Drottinn Guð feðra vorra, sem ert loflegur og mjög dýrðarsamlegur eilíflega.
Blessað sé þitt dýrðarsamlegt og heilagt nafn sem er loflegt og mjög dýrðarsamlegt eilíflega.
Blessaður sértu í þínu heilögu og dýrðarsamlegu musteri, sem ert loflegur og mjög dýrðarsamlegur eilíflega.
Blessaður sértu hver eð situr yfir kerúbím og sér í undirdjúpin, sem ert loflegur og næsta dýrðarsamlegur eilíflega.
Blessaður sértu á þínum konunglegum veldisstóli, mjög loflegur og næsta dýrðarsamlegur eilíflega.
Blessaður sértu á himinsins festingu, loflegur og næsta dýrðarsamlegur eilíflega.
Öll verk Drottins lofi Drottin og heiðri og dýrki hann eilíflega.
Þér himnarnir, lofið Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Öll vötn uppi á himninum, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Allar hersveitir Drottins, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Sól og tungl, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Allar stjörnur himins, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Regn og dögg, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Eldur og hiti, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Hreggviðri og hagl, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Dagur og nótt, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Ljós og myrkur, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Frost og kuldi, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Snjór og ís, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Eldingar og ský, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Jörðin lofi Drottin, heiðri og dýrki hann eilíflega.
Fjöllin og hálsarnir, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Allt það af jörðunni vex, lofi Drottin, heiðri og dýrki hann eilíflega.
Þér brunnar, lofið Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Sjávarhafið og vötnin, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Þér hvalfiskar og allt hvað hrærist í vatninu, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Allir fuglar loftsins, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Öll villudýr og fénaður, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Þér mannanna synir, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Ísrael lofi Drottin, heiðri og dýrki hann eilíflega.
Þér kennimenn Drottins, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Þér þjónustmenn Drottins, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Þér andar og sálir réttlátra, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Þér heilagir sem harmþrungnir eruð og hryggvir, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Ananja, Asarja og Mísael, lofi þér Drottin, heiðrið og dýrkið hann eilíflega.
Því að hann hefur leyst oss út af helvíti og hjálpað oss úr dauðans valdi.
Og hann hefur frelsað oss af þeim brennanda ofni og í miðjum eldsins loga varðveitir hann oss.
Þakki þér Drottni það hann er góður og hans miskunnsemi varir eilíflega.
Allir þér sem óttist Drottin, lofið þann Guð sem er yfir öllum guðum, heiðrið og dýrkið hann það hans miskunnsemi varir að eilífu.