VIII.

Og að tuttugu árum liðnum á hverjum Salómon byggði Drottins hús og sitt hús, þar eftir byggði hann þær borgir sem Híram gaf Salómoni og lét Israelissonu búa í þeim. [ Og Salómon fór til borgar Hemat Sóba og efldi hana. Og hann byggði Tadmor í eyðimörkinni og alla kornstaðina sem hann byggði í Hemat. Hann byggði þá hina Efri og Neðri Bet Hóron að það voru sterkar borgir með múrveggjum, portum og grindum. Og Baelat og alla kornstaði sem hann hafði og alla vagnastaði og þá riddarastaði og allt það sem Salómon hafði lyst til að byggja, bæði í Jerúsalem og upp á Líbanon og í öllu sínu ríki.

Allt það fólk sem eftir var orðið af þeim Hethiter, Amoriter, Pheresiter, Heviter og Jebusiter, sem ekki var af Ísraelssonum og þeirra synir sem þeir höfðu látið eftir sig í landinu hverja Israelissynir höfðu ekki eyðilagt, þessa gjörði Salómon sér skattgilda inn til þessa dags. En Salómon lét öngvan af Israelisþjónum þjóna til hans arfiðis heldur lét hann þá vera stríðsmenn og höfðingja yfir sína vagna og riddara. [ Og þeir yppustu höfðingjar Salómons kóngs sem stjórnuðu yfir fólkið voru að tölu tvö hundruð og fimmtígi.

Og Salómon lét flytja dóttir pharaonis frá Davíðsborg í það hús sem hann hafði byggt henni. Því hann sagði: „Mín kvinna skal ekki búa í Davíðs Ísraels kóngs húsi því það er helgað fyrst að örk Drottins hefur þar inn komið.“

Eftir það offraði Salómon Drottni brennifórnum yfir Drottins altari það hann hafði byggt fyrir framan forhúsið svo að yfir því skyldi fórnir færast daglega eftir Móses boði, á þvottdögum, á nýmánuðum og á tilsettum hátíðum, þrjár reisur um árið, sem var á sætubrauðshátíðinni, á vikuhátíðinni og á laufskálahátíðinni. [

Og hann skikkaði prestana í þeirra skipan til þeirra embættis svo sem hans faðir Davíð hafði tilsett og Levítana í þeirra skipan að lofa og þjóna fyrir kennimönnunum, hverjir á sínum degi, og dyraverðina í sinni skipan, hvern í sínum dyrum, því Davíð guðsmaður hafði so bífalað. Og þeir gleymdu öngvu boði kóngsins um prestana, Levítana og um alla hluti og um fésjóðuna. So hafði Salómon allan kostnaðinn tilbúinn frá þeim degi sem grundvöllurinn var lagður til Drottins húss og þar til hann hafði fullkomnað það að Drottins hús var með öllu búið.

Síðan fór Salómon til Eseon Geber og til Elót hver eð liggur við hafið rauða í landinu Idumea. [ Og Híram sendi honum skip með sínum þénurum hverjir eð voru farmenn miklir. Og þeir fóru með Salómons þénurum til Ófír og fluttu þaðan fjögur hundruð og fimmtígi centener gulls og færðu það til Salómons kóngs.