XLVI.

Einn diktur sona Kóra fyrir að syngja út af ungdómsæskunni

Guð hann er vort athvarf og styrkur, einn hjálpari út í þeim miklu ánauðum sem yfir oss hafa komið.

Þar fyrir óttunst vér ekki þó að veröldin steypist, einnin þó að fjöllin sykki niður í hafið mitt,

þó að sjórinn geisaði einnin þegar og rótaðist um so það björgin út af hans ókyrrleika niðurhryndi. Sela.

Þó mun borgin Guðs blífa lystileg með sínum vatsrásum, þar eð eru heilög herbergi Hins hæsta.

Guð hann er hjá henni þar fyrir innan, af því mun hún og stöðug blífa, Guð hann hjálpar henni árla.

Hinir heiðnu munu skelfast og kóngaríkin niðurhrynja so það jörðin hlýtur að hristast nær eð hann lætur heyrast sinn [ raddarþyt.

Drottinn allsherjar er meður oss, Guð Jakobs hann er vor verndari. Sela.

Komið hingað og sjáið verkin Drottins hver eð soddan foreyðing uppbyrjar, hann eð bardögum aftrar í allri veröldu,

hver eð bogann brýtur, hver vopnin í sundurmolar og kerrunar brennir í eldi.

Verið kyrrir og meðkennið það eg em Guð, eg vil frægðir vinna á meðal heiðinna þjóða, eg vil á jörðu frægð vinna.

Drottinn allsherjar er meður oss, Guð Jakobs hann er vor verndari. Sela.