XXXIX.
Sálmur Davíðs fyrir að syngja fyrir Jedítún
Eg einsetta mér að varðveita mig so það eg syndgaði ekki með minni tungu.
Varðhald mun eg setja mínum [ munni, helst fyrir því að eg hlýt að sjá hinn ómilda svo fyrir mér.
Eg em svo tvistur og hljóður orðinn og eg þegi um [ gleðskapinn, minn harm hlýt eg með mér að melta.
Mitt hjarta það brennur í mér og nær eg hugsa þar til þá stikna eg allur, eg ræði með minni tungu.
En þú, Drottinn, lát mig [ skynja að það hljóti enda að hafa um mig og hvern skammt eð hafa mínir lífdagar og það eg viti hversu stutt að er mín ævi.
Sjá þú, mínir dagar eru hjá þér sem ein þverhandarbreidd og mitt líf er so sem ekki parið hjá þér. [ En hversu fánýtir að eru allir menn þeir eð svo athugalausir lifa! Sela.
Þeir líða í burt héðan sem skuggi og gjöra sér marga óþarfa armæðu, þeir safna saman og vita ei sjálfi hverjum þeir samandraga það.
Nú Drottinn, hvers skal eg vænta? Eg treysti á þig.
Frelsa þú mig út af öllum mínum syndum og lát mig ekki þeim vitleysingum að háði verða.
Eg vil þegja og mínum munni ekki upplúka, þú munt því vel af stað koma.
Tak burt þína þjáning af mér því að eg em máttlaus út af hirtingu þinna handa.
Nær eð þú tyftar nokkurn syndarinnar vegna þá fölnar hans fegurð sem væri hún mölétin. Ó, hversu fáfengilegir eru allir menn! Sela.
Heyr þú, Drottinn, mína bæn og merk mitt ákall og þeg ekki við mínum tárum því að eg em í hjá þér bæði framandi, svo og líka innlendur so sem allir mínir feður. [
Fyrirgef þú mér svo að eg endurlifni áður en það eg fer í burt héðan og er hér eigi lengur.