CXLV.
Lofsöngur Davíðs.
Eg vil þig upphefja, minn Guð, þú konungur, og lofa þitt nafn um aldur og ævi að eilífu.
Daglegana vil eg lofa þig og prísa þitt nafn um aldir alda eilíflegana.
Mikill er Drottinn og mjög loflegur og hans mikilleiki er óumræðilegur.
Hver kynslóð eftir aðra lofar þín verk og segir út af þínu magtarvaldi.
Eg vil tala um þá ágætisdýrð þinnar vegsemdar og ræða um þínar dásemdir
svo það menn megi segja út af þínum dýrðlegum kraftaverkum og að menn framtelji mikilleik þinna dásemda,
svo það menn megi prísa þína hina miklu miskunn og hrósa þínu réttlæti.
Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög líknsamur. [
Drottinn er öllum náðigur og hans miskunnsemi er yfir öllum hans verkum.
Öll þín verk, Drottinn, eiga þér að þakka og þínir heilagir þig að lofa
og að víðfrægja dýrðina þíns ríkis og af þínu magtarveldi segja,
svo það mannanna sonum verði þitt magtarveldi kunnigt og sú hin mikla vegsemdardýrð þíns ríkis.
Þitt ríki er eitt eilíft ríki og þín ríkisstjórnan varir um aldur og ævi.
Drottinn hann styður alla þá sem við falli er búið og reisir upp alla þá sem niður eru slegnir.
Allra augu vona á þig og þú gefur þeim fæðslu í hæfilegan tíma. [
Þú upplykur þinni hendi og seður allar lifandi skepnur með þinni [ [ þóknan.
Drottinn er réttferðugur í öllum sínum vegum og heilagur í öllum sínum verkum.
Drottinn er öllum nálægur þeim hann ákalla, öllum þeim sem hann með alvöru ákalla.
Hann gjörir það hvað hinir guðhræddu girnast og heyrir þeirra ákall og hjálpar þeim.
Drottinn varðveitir alla sem hann elska og afmáir alla óguðlega.
Minn munnur skal Drottins lof mæla og allt hold lofi hans heilaga nafn um aldir og eilíflegana.