CXLIIII.

Davíðs.

Lofaður sé Drottinn, mín huggun, sá eð lærir mínar hendur að stríða og mína hnefa að berjast,

mín miskunn og minn kastali, mín hlíf og minn frelsari, minn skjöldur upp á hvern eg treysti, sá eð lýðskyldar mitt fólk undir mig.

Drottinn, hvað er maðurinn þess það þú annist hann svo og mannsins son að þú undir hann svo?

Er maðurinn ekki álíka og annar hégómi? Hans ævi í burt líður svo sem annar skuggi.

Drottinn, hneig þú himnana og stíg hér [ ofan, kom þú við fjöllin svo að upp af þeim rjúki.

Lát eldingar fljúga og í sundurdreif þeim, send út þína geisla og skelf þá.

Send þú þína hönd ofan að hæðinni og leys mig og frelsa mig út af þeim stórvötnum, af hendi þeirra [ annarlegra sona,

hverra lærdómur það fáfengur er

og hverra verk þau falskleg eru.

Guð, þér vil eg syngja nýjan lofsöng, eg vil spila fyrir þér á psalterio tíu strengjanna,

þú sem sigur gefur konungunum og frelsar þinn þjón Davíð af morðingjasverði hins illgjarna.

Leys mig einnin og frelsa mig út af hendi þeirra annarlegra sona hverra lærdómur að er engin nytsemi og þeirra verk falskleg,

það vorir synir uppvaxi í ungdómi sínum sem nýplantaðir kvistir og vorar dætur svo sem útskornir pílarar, líka sem kónglegar hallir [

og að vor matarhús sé full þau eð fram kunna að gefa hverja matarnægð eftir aðra og svo það vorir sauðir framleiði þúsund og hundrað þúsund í vorum byggðarlögum,

það vorir uxar framkomi ærnu erfiði, so það enginn skaði, ekkert tjón né nokkurt klögumál sé á vorum strætum.

Heppið er það f´ðolk hverju eð so gengur en heppið er það fólk hvers Guð að Drottinn er.