CXLI.

Sálmur Davíðs.

Drottinn, eg hrópa til þín, flýttu þér til mín, hygg að raust minni nær að eg ákalla þig,

það mín bæn mætti duga fyrir þér sem reykelsisfórn, minna handanna upphafning líka sem annað kvöldtímaoffur.

Drottinn varðveiti minn munn og hann geymi mínar varir.

Hneig ekki mitt hjarta upp á nokkursháttar illsku til að fremja óguðlegt athæfi meður illvirkjurunum so að eg eti ekkert út af því sem þeim þóknast.

Hinn réttferðugi hann hegni mér ljúflegana og átelji mig, það sama mun mér so gjöra gott sem balsamum á mínu höfði því að eg bið iðuglega það hinir gjöri mér öngvan skaða.

Þeirra lærifeður verði niðurslegnir í grýttan stað, þá munu þeir minn lærdóm heyra mega það hann ástsamlegur sé.

Vor bein þau eru í sundurdreifð allt niður í heljargrunn, svo sem önnur rótuð og umvelt jörð.

Því að upp á þig, Drottinn Drottinn, líta mín augu, eg treysti á þig, forgleym ekki sálu minni.

Varðveit mig fyrir þeirri snörunni sem þeir hafa lagt mér og fyrir gildrunni þeirra illvirkjanna.

Hinir óguðlegu hver með öðrum innfalla í sjálfra sinna vélanet en eg með jafnaði mun ganga þar framhjá.