CXXIIII.
Lofsöngur í hákornum.
Nema það Drottinn hefði verið hjá oss so segi Ísrael
nema það Drottinn hann hefði verið hjá oss nær eð mennirnir settu sig upp í móti oss
þá mundi þeir hafa svelgt oss lifandi í sig, nær eð þeirra grimmdarreiði hún geisaði yfir oss.
Þá hefði vatnið drekkt oss, straumarnir hefðu á gengið upp yfir vora sál,
þá hefði vötnin gengið of djúpt, yfir vorar sálir.
Lofaður sé Drottinn það hann gaf oss ekki til veiðibráðar í þeirra tennur.
Sála vor er burt sloppin líka sem fugl út af veiðimannsins snöru svo það snaran er sundurslitin og vér þaðan í burt leystir.
Vor hjálp er í nafni Drottins þess sem gjört hefur himin og jörð.