CXXIII.

Lofsöngur í hákornum.

Til þín upphef eg mín augu, þú sem býr á himnum uppi.

Sjá þú, líka svo sem það augun þénaranna horfa upp á hendur sinna lánardrottna, svo sem það augun þjónustukvinnunnar horfa upp á hendur sinnar matmóður, líka so horfa vor augu upp á Drottin Guð vorn þangað til hann miskunnar oss.

Vertu oss miskunnsamur, Drottinn, vertu oss miskunnsamur því að vér erum mjög hlaðnir af forsmán.

Harla mjög er sál mín uppfylld út af spotti drambsamra og fyrirlitningu dramblátra.