X.

Hvar fyrir ert þú, Drottinn, so fjarlægur og geymir þig á hörmungartímanum? [

Á meðan hinn óguðlegi veitir [ yfirgang þá hlýtur hinn fáráði að líða. Þeir halda saman og upphugsa hvað vondslegt er.

Því að hinn óguðlegi hrósar sér í sinni mótþróan og hinn illgjarni blessar sig og lastar Drottin.

Hinn óguðlegi er svo ofurdáðugur og reiður að hann hirðir um öngvan, í öllu sínu athæfi virðir hann Guð einskis.

[ Sinni idiu heldur hann samt fram, þínir dómar eru honum mjög fjarlægir, hann breytir drambsamlega við alla sína óvini.

Hann segir í sínu hjarta: „Aldrei verð eg yfirbugaður, um aldur og ævi mun það héðan í frá háskalaust vera.“

Hans munnur er fullur bölvanar, falsleika og svikræðis, undir hans tungurótum er hryggð og erfiði.

Hann umsitur í görðunum að drepa þann saklausa leynilega, hans augu stara á þann fátæka.

Hann umsitur í leyni so sem león í bæli sínu, hann umsitur að grípa hinn fátæka að hann fái veitt hann þá eð hann teygir hann í sína snöru.

Hann melur í sundur, niðurþrykkir og fellir hinn volaða með ofríki.

Hann segir í sínu hjarta: „Guð hefur forgleymt því, hann hefur sínu andliti þar frá snúið so að aldrei muni hann það sjá.“ [

Rís upp, Drottinn Guð, upphef þína hönd, forgleym ekki þeim fátæku.

Hvar fyrir skal hinn óguðlegi lasta Guð og segja í sínu hjarta: „Eigi skeytir hann því“?

Það sama sér þú vel því að þú lítur þá eymd og armæði, undir þínum höndum er það komið, hinir fátæku bífala það þér, þú ert hjálparinn föðurlausra.

Í sundur brjót þú armlegg hins óguðlega og leita að hans illsku svo að hans óguðlegt athæfi verði ei meir fundið.

Drottinn mun ríkja um aldur og að eilífu, hinir heiðnu munu fyrirfarast út af hans landi.

Girnd þeirra fátæku heyrir þú, Drottinn, þeirra hjarta veit vissulega að þitt eyra hyggur þar að

svo að þú dæmir rétt hinum föðurlausa og fátæka að eigi haldi sá maður meir áfram að stæra sig á jörðunni.