XXVII.
Hrósa þér ekki af þeim degi sem að morni kemur því að þú veist ei hvað enn í dag má ske. [
Láttu annan lofa þig en ekki sjálfs þíns munn, einn framanda en ekki þínar eigin varir.
Grjótið er þungt og sandurinn er höfgur en fávís manns reiði er þyngri en það hverttveggja. [
Reiðin er áköf og grimmdin er æfileg og hver kann fyrir öfundsýkinni að standast?
Betri er opinber hirting en leynileg ást.
Betra er högg elskandans en sviksamlegur koss hatandans.
Södd önd fóttreður hunangsseim en hungraðri önd smakkast allt beiskt sætt.
Líka sem sá [ fugl sem flýr sitt hreiður svo er sá maður sem lætur sitt heimili.
Hjartað gleðst af dýrmætum smyrslum og sætleiksilm, svo er og einn vinur ástamlegur fyrir ráðs sakir sálarinnar.
Yfirgef ekki þinn vin og þíns [ föðurs vin og gakk ekki í þíns bróðurs hús þegar þér gengur illa.
Því að einn [ nágranni sá í nauð er hann er betri en bróðir sá í fjarlægð er.
Vertu hygginn, son minn, þá gleðst hjarta mitt, svo vil eg gefa svar þeim sem skamma mig.
Einn framsýnn maður sér ólukkuna fyrir og leynir sér og þeir sem fávísir eru halda áfram og líða skaða.
Taktu þess klæði sem fyrir annan gengur í borgun og pantset það fyrir sakir hins framanda. [
Hver hann blessar með hárri raust náunga sínum og árla rís, það verður honum fyrir eina bölvan.
Kífin kona og iðuglegir dropar þegar mikið regn er eru hvort öðru líkt.
Hver hann heldur henni sá heldur vindinum og hann vill með lúku sér uppausa viðsmjörið.
Einn knífur hvetur annan og einn maður annan.
Hver sitt fíkjutré geymir hann neytir ávaxtar þar af og hver hann vaktar sinn herra hann fær þar prís af.
Líka sem [ skugginn í vatninu er hjá andlitinu, svo er hjartað manns hjá öðrum mönnum.
Helvíti og glötun fyllast aldrei, svo eru og mannanna augu óseðjanleg.
Maðurinn verður reyndur fyrir þess munn sem hann [ lofar, líka sem silfur í dæglu og gull í ofni. [
Þó þú í sundursteytir fávísan mann í mortéli með mylnara svo sem ertur mun þó ei frá honum hverfa hans heimska.
Gef þú gaum að þínum sauðum og gæt hjarðar þinnar því að auðæfi vara ekki æfinlega og [ kórónan blífur ekki eilíflega.
Engið er vaxið og grænt gras er fyrir höndum og heyið safnast á fjöllunum.
Lömbin fæða þig og kiðin gefa þér akurverð.
Þú hefur nóga geitamjólk til fæðslu þíns heimilis og til viðurlífis þínum ambáttum.