XIII.

Einn vitur sonur þolir föðursins aga en einn hæðari hlýðir ekki hirtingunni.

Munnsins ávaxtar nýtur maðurinn en forsmánarar hugsa ei utan illt.

Hver sinn munn varðveitir hann varðveitir sitt líf en hver hann er framhleypinn í sínum munni sá verður [ skelfdur. [

Latur maður girnist og fær ekki en verkiðnir menn munu nóg fá.

Réttvís maður hatar lygarnar en ómildur maður skammar og hæðir sjálfan sig.

Réttlætið varðveitir hinn saklausa en óguðrækilegt athæfi leiðir mann í synd.

Margur er fátækur með miklum auðæfum og margur er ríkur með sinni fátækt.

Með auðæfum kann maður að hjálpa lífi sínu en einn fátækur maður þolir ekki [ ávítan.

Ljós réttlátra gjörir gleði en skriðljós óguðrækinna slokknar.

Milli drambsamra eru jafnan deilur en þeir sem allt gjöra með ráði eru vitrir.

Auðæfi þverra þegar þeim er bruðlað en því sem menn vilja til samans halda það eykst.

Sú von sem undan dregst hryggir hjartað en þegar það kemur sem maður girnist það er lífsins tréð.

Hver orðið forsmár hann glatar lífi sínu en hver hann óttast boðorðið þeim verður það launað.

Kenning hyggins manns er lifandi vatsæður til að varast dauðlegar snörur.

Eitt gott ráð gjörir hugarhægð og forsmánarans vegur gjörir óhægð.

Forsjáll maður gjörir alla hluti með skynsemd en fávís maður breiðir út heimskuna.

Óguðhræddur sendiboði flytur ólukku en trúr sendiboði er heilnæmur.

Hver hirtingina fyrirlítur hefur fátækt og skömm en sá sem hlýðir gjarna ávítaninni mun heiðraður verða.

Þegar það kemur sem menn girnast það gleður hjartað en sá sem illt varast er fávísum andstyggilegur.

Hver hann umgengur með vitrum mönnum sá verður vitur en hver hann er félagi fávísra hann mun ólukku hreppa.

Ólukkan ofsækir synduga en réttlátum verður gott endurgoldið.

Góðra manna arfur kemur til barnabarna en auðæfi hins rangláta sparast hinum réttláta.

Nóg er fæðsla í nýplægðum akri [ fátækra en þeir eð rangt gjöra fyrirfarast.

Hver hann sparar vöndinn hann hatar sinn son en hver á honum hefur ást sá agar hann í tíma.

Réttvís maður hann etur og [ seður sína sál en óguðrækinna manna kviður hefur aldrei sína nægju.