IIII.
Eftir það sá eg og sjá, að dyr upplukust á himni og hin fyrsta röddin hverja eg hafði heyrt við mig tala sem annars lúðurs, hún sagði: [ „Far þú upp hingað og mun eg sýna þér hvað hér eftir skal ske.“ Og jafnsnart var eg í anda og sjá, að stóll var settur á himnum og á stólnum sat nokkur. Og sá sem þar sat hann var líka álits sem steinninn jaspis og sardis. Og regnbogi var kringum stólinn líka álits sem smaragdus. Og umhverfis stólinn voru fjórir og tuttugu stólar og á þeim stólum sátu fjórir og tuttugu öldungar, skrýddir hvítum skrúða og báru á sínum höfðum gulllegar kórónur.
Og af stólnum útgengu eldingar, reiðarþrumur og raddir. Sjö eldslampar brunnu fyrir stólnum, hverjir að eru sjö andar Guðs. Og fyrir stólnum var glersjór líka sem christallus. Og mitt í stólnum og kringum stólinn fjögur dýr full augna á bak og í fyrir. Og hið fyrsta dýrið var líkt leóni og hið annað líkt kálfi og hið þriðja dýrið hafði ásján sem maður og hið fjórða var líkt fljúganda erni. Og hvert þeirra fjögra dýranna hafði sex vængi og utan um kring og innan full augna og höfðu eigi hvíld dag og nótt, segandi: „Heilagur, heilagur, heilagur er Guð Drottinn almáttugur, sá sem var og sá sem er og sá sem koma mun.“ [
Og þá dýrin gáfu dýrð og heiðran og þakkir þeim er á stólnum sat, sá er lifir um aldir að eilífu, þá féllu fram fjórir og tuttugu öldungar fyrir þann sem á stólnum sat og tilbáðu þann sem lifir um aldur og að eilífu og snöruðu sínum kórónum fram fyrir stólinn og sögðu: „Þú Drottinn, ert verðugur að meðtaka dýrð og heiðran og kraft því að þú hefur alla hluti skapað og fyrir þinn vilja urðu þeir og eru skapaðir.“