Jóhannes sér dýrð Guðs.

1Eftir þetta gat eg að líta hvar dyr lukust upp á himni og sú raust, sem eg áður hafði heyrt við mig tala sem gjallanda lúður, sagði: kom hingað upp, og mun eg sýna þér, hvað hér eftir skal ske.2Eg e) varð strax í anda og sá, að hásæti stóð á himni, og f) einhvör sat á því;3sá var ásýndum líkur jaspis og sardissteini og í kringum hásætið gekk regnbogi, sem smaragdus á að sjá.4Umhverfis hásætið voru 24 hásæti og á hásætunum sá eg sitja 24 öldunga, skrýdda hvítum klæðum og höfðu á höfðum sér gulllegar kórónur.5Út frá hásætinu gengu eldingar, gnýhljóð og þrumur, og sjö logandi eldleg blys brunnu fyrir hásætinu, það eru þeir sjö andar Guðs.6Frammi fyrir hásætinu var sem glersjór, líkur krystalli; fyrir miðju hásætinu og umhverfis það vóru fjögur dýr, alsett augum í bak og fyrir.7Eitt dýrið var líkt ljóni, annað kálfi, þriðja dýrið hafði mannsandlit, og það fjórða var líkt erni á flugi.8Þau fjögur dýrin höfðu sex vængi hvört, alsetta augum umhverfis og innanvert. Þau kölluðu án afláts dag og nótt: heilagur, heilagur, heilagur, Drottinn Guð alvaldi, sá, sem er og var og vera mun.9Og þegar dýrin gjalda honum dýrð og heiður og þakkir, sem á hásætinu situr, honum, sem lifir um aldir alda,10þá falla þeir 24 öldungar fram fyrir þeim, sem á hásætinu situr, og tilbiðja þann, sem lifir um aldir alda, og varpa sínum kórónum niður fyrir hásætinu, og segja:11þér, Drottinn! g) ber vegsemd, heiður og kraftur, því þú hefir h) skapað alla hluti og fyrir þinn vilja eru þeir til orðnir og skapaðir.

V. 2. e. Kap. 1,10. f. Kap. 5,1. V. 4. Kap. 11,16. V. 7. Esek. 1,10. V. 8. Esa. 6,3. Opinb. b. 1,4.8. 11,17. V. 11. g. Kap. 5,12. b. Kap. 10,6. 14,7.