XI.

Og það skeði er Jesús hafði lyktað þessar boðanir til sinna tólf lærisveina gekk hann þaðan að kenna og prédika í þeirra borgum.

Og þá Jóhannes heyrði í myrkvastofunni verkin Christi sendi hann tvo af sínum lærisveinum og lét segja honum: [ „Ertu sá sem koma mun eða eigum vér að annars að bíða?“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: [ „Fari þér og kunngjörið Johanne aftur hvað þér sjáið og heyrið: Blindir sjá, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir heyra, dauðir upprísa og fátækum verður evangelium boðað. Og sæll er sá sem eigi hneykslar sig á mér.“

En að þeim burtgengnum hóf Jesús að segja til fólksins af Johanne: „Hvað fóru þér á eyðimörku að sjá? Vildu þér sjá reyr af vindi skekinn? Eða hvað fóru þér út að sjá? vildu þér sjá mann mjúkklæddan? Sjáið, þeir eð mjúkan klæðnað hafa eru í kónganna húsum. Eða hvað fóru þér út að sjá? Vildu þér spámann sjá? Eg segi yður fyrri sann: Þann meiri er en nokkur spámann. Því að þessi er af hverjum skrifað er: [ Sjá, eg sendi minn engil fyrir þínu augliti sá er þinn veg skal tilreiða fyrir þér.

Sannlega segi eg yður: Á meðal þeirra sem af konum eru fæddir er eigi annar um kominn sá meiri sé en Jóhannes baptista. En hann sem minnstur er í himnaríki er honum meiri. En í frá dögum Johannis baptista allt til þess nú er komið þolir himnaríki ofurefli og þeir sem ofureflið gjöra hremma það til sín. Því að allir spámenn og lögmálið spáðu til Johannis. Og ef þér viljið það meðtaka þá er hann Elías sá er koma skal. Hver eyru hefur að heyra hann heyri.

En við hvað skal eg þessari kynslóð jafna? [ Lík er hún þeim börnum sem sátu á torgi, hver eð kölluðu til sinna líka og sögðu: Vær höfum yður í pípur blásið og þér vilduð eigi dansa. Vær þuldum yður vorar raunir og þér grétuð eigi. Jóhannes er kominn, át ei og drakk eigi og þeir segja hann hafi djöful. Mannsins son er kominn, át og drakk og þeir segja: Sjáið ofátsmanninn og vínsvelgjarann, vininn tollheimtumanna og syndugra. Og spekin hlýtur so að réttlætast af sínum niðjum.“

Þá tók hann að formæla borgunum í hverjum gjörð voru flest hans kraftaverk og höfðu þó eigi betrað sig: [ „Ve þér Korasín! Ve þér Betsaída! Því að ef í Tyro og Sídon hefði gjörst þau kraftaverk sem í yður hafa gjörst hefði þeir forðum í sekk og ösku iðran gjört. En þó segi eg yður að Tyro og Sídon mun bærilegra vera á dómsdegi heldur en yður. Og þú Kapernaum, sem allt til himins ert upphafin, munt niðurþrykkjast allt til helvítis. Því að ef í Sodoma hefði þau kraftaverk gjörst sem í þér hafa gjörð verið kann vera að þær hefði staðið allt til þessa dags. En þó segi eg yður það að bærilegra mun vera landi Sodoma á dómadegi en þér.“

Á þeim sama tíma andsvaraði Jesús og sagði: [ „Eg prísa þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú duldir þetta fyrir spekingum og forvitringum og opinberaðir það smælingjum. Að sönnu, faðir, því að so var það þekkt fyrir þér. Allir hlutir eru mér ofurgefnir af mínum föður og enginn kennir soninn nema faðirinn og enginn kennir föðurinn nema sonurinn og hverjum eð sonurinn vill það opinbera.

Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, eg mun endurnæra yður. [ Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að eg em hógvær og af hjarta lítillátur og munu þér hvíld finna sálum yðrum. Því að mitt ok er sætt og minn þungi er léttur.“