1Þegar Jesús hafði lokið þessari skipun sinni til þeirra tólf lærisveina sinna, fór hann þaðan að kenna og prédika í Gyðinganna borgum.2Nú er Jóhannes heyrði í fangelsinu verkin Krists, sendi hann til hans tvo lærisveina sína, er spyrja skyldu:3hvört hann væri sá, er koma skyldi, eða ættu þeir að vænta annars?4Jesús sagði við þá: farið þið og segið Jóhannesi, hvað þér heyrið og sjáið:5blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast, heyrnarlausir heyra, dauðir endurlifna, og umkomulausum boðast gleðiboðskapurinn a);6og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér!
7Þegar þeir voru burtu farnir, hóf Jesús ræðu sína til fólksins um Jóhannes á þessa leið: hvað fóruð þér að sjá á eyðimörkum? hvört reyr þann, er vindurinn skekur?8eður hvað fóruð þér að sjá? hvört mann skrautbúinn? gætið að: þeir, sem í skraut eru búnir, eru í konunganna höllum;9hvað fóruð þér að sjá? hvört einn spámann; já, í sannleika þann, sem meiri er en nokkur spámaður;10því hann er sá, um hvörn ritað er: „,minn sendiboða sendi eg undan þér, er greiða skuli þér veg“.11Trúið mér: enginn er af konu fæddur, er meiri sé enn Jóhannes skírari; þó er sá minnsti í himnaríki honum meiri.12Frá dögum Jóhannesar skírara og til þessa, leita menn himnaríkis kappsamlega, og þeir, sem keppast eftir því, hrífa það til sín;13því allt þangað til Jóhannes kom, hafa allir spámenn og lögmálið sagt þetta fyrir;14og ef þér viljið fallast á það, þá er hann sá Elias, er koma skal.15Heyri þetta hvör, sem heyrt getur!16Við hvað skal eg líkja þessara tíða mönnum? þeim fer eins og börnum, sem á torgi eru, og kalla þannig til leiksbræðra sinna:17vér höfum kveðið yður gleðikvæði, en þér hafið ekki viljað dansa; vér höfum sungið yður harmasöngva, og þó vilduð þér engin sorgarmerki sýna.18Jóhannes kom, og lifði við harða kosti, og sögðu menn að hann væri vitstola.19Mannsins Sonur kom og neytti alls frjálslega; hann kallið þér mathák og vínsvelg, vin tollheimtara og bersyndugra. En skynsamir menn einir dæma rétt um skynsama hegðun.
20Síðan tók hann að ávíta þær borgir, í hvörjum hann hafði flest kraftaverk framið, að þær hefðu öngva umbót gjört, og tók svo til orða:21vei þér, Korasin! vei þér, Betsaida! ef þau kraftaverk, sem í ykkur hafa framin verið, hefðu verið gjörð í Týrus eða Sídón, þá mundu þeir fyrir löngu hafa iðrun gjört, klæddir sorgarbúningi og ádreifðir ösku.22En trúið mér! bærilegra mun verða straff Týrus og Sídónar á degi dómsins, enn ykkar.23Og þú, Kapernaum! sem nú mænir svo hátt í loft, þér mun í grunn niðursökkt verða; því hefðu þau kraftaverk verið framin í Sódómu, sem í þér hafa gjörð verið, þá stæði hún enn í dag.24Og það er víst, að bærilegra mun verða straff Sódómu á degi dómsins, en þitt.
25Um sama leyti tók Jesús svo til orða: eg þakka þér Faðir, Drottinn himins og jarðar! að þú hefir látið þessa hluti vera hulda fyrir fróðum mönnum og spekingum, en auglýst þá fáfróðum.26Sannarlega hefir þér, Faðir! þóknast að svo skyldi vera.27Allt er mér af mínum Föður í vald gefið, og enginn þekkir Soninn nema Faðirinn, og enginn Föðurinn nema Sonurinn, og sá, sem Sonurinn vill það auglýsa.28Komið til mín allir þreyttir, og þér, sem mæðist undir þungum byrðum, eg vil gefa yður hvíld;29gangið undir mitt ok, og lærið af mér, því eg er vægur og af hjarta lítillátur, og munuð þér hugsvölun finna;30því mitt ok er indælt og mín byrði létt.
Matteusarguðspjall 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:00+00:00
Matteusarguðspjall 11. kafli
Jóhannes lætur spyrja Jesú, hvört hann sé Messías; Jesús talar um Jóhannes, kvartar yfir lýðsins einþykkni, ávítar borgir, vegsamar ráð Guðs, og býður voluðum til sín.
V. 2–19, sbr. Lúk. 7,18–35. V. 3. 5 Mós. 18,15. V. 5. Es. 35,5. 61,1. V. 5. a. þ. e. að ríki Messíass sé byrjað. V. 10. Malak. 3,1. V. 14. Malak. 4,5. K. 11,25–30, sbr. Lúk. 10,21–22.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.