II.

Og nú prestar, þetta boð snertir yður. Ef þér ekki heyrið það og leggið það ekki heldur á hjarta að þér skuluð gefa mínu nafni dýrðina, segir Drottinn allsherjar, þá skal eg senda bölvan til yðar og bölva yðar blessanir, já eg skal bölva þeim fyrir því að þér vilduð ekki taka það yður til hjarta.

Sjá, eg vil formæla yður og yðar sæði og kasta yðar helgradagasaur í yðar andlit so það skal loða við yður.

So skulu þér fornema að eg senda svoddan boð til yðar so það skyldi vera minn sáttmáli með Leví, segir sá Drottinn Sebaót. Því að minn sáttmáli var með honum til lífs og friðar og eg gaf honum ótta að hann hræddist mig og óttaðist fyrir mínu nafni. Sannleikans lögmál var í hans munni og þar var ei neitt vont fundið í hans vörum. Hann gekk fyrir mér friðsamlega og réttilega og sneri mörgum frá sínum syndum. Því prestsins varir skulu varðveita lærdóminn so menn skulu sækja lögmálið af hans munni því hann er Drottins Sebaót engill. [

En þér eruð gengnir af réttum vegum og hneykslið marga í lögmálinu og þér hafið í sundurbrotið Leví sáttmála, segir sá Drottinn Sebaót. Þar fyrir hefi eg og gjört yður að foraktan og að óvirðingu fyrir öllu fólki af því að þér hélduð ekki mínum vegum og hafið manngreinarálit í lögmálinu. Því að höfum vér allir ekki einn föður? Hefur ekki einn Guð skapað oss? Hvar fyrir foröktum véðr þá hver annan og vanhelgum þann sáttmála sem gjörður er með vora feður? Því Júda er orðinn einn formsmánari og þar verða svívirðingar í Ísrael og Jerúsalem. Því að Júda vanheiðrar heilagleika Drottins sem hann elskar og drýgir hór með dóttur eins annarlegs guðs. En Drottinn mun þá útreka sem þvílíkt gjöra af húsi Jakobs, bæði meistarana og lærisveinana, ásamt með þeim sömum sem það matoffur fórnfæra Drottni Sebaót.

Framleiðis gjöri þér og þetta að þar er ætíð grátur, sorg og veinanir fyrir altari Drottins so eg get ekki meir séð til þess matoffurs, eigi heldur meðtekið nokkuð þakknæmilega af yðar höndum. En þér segið: „Hvar fyrir?“ Fyrir því að Drottinn hefur uppfætt þinn ungdóm millum þín og þinnar húsfrúr sem þú foraktar, so sem hver er þó þín félagssystir og þíns sáttmáls húsfrú. En sá einn sami gjörði ekki so hver þó að hafði einn mikinn anda. Hvað gjörði sá [ einsami? Hann leitaði þess sæðis af Guði sem honum var tilsagt.

Þar fyrir sjái þér svo fyrir yður og fyrir yðar anda að enginn forakti sína ungdóms húsfrú. En hver sem hana hatar sá láti hana fara, segir Drottinn Ísraels Guð, og gefi henni skjól óréttsins af sínum klæðum, segir sá Drottinn Sebaót. Því sjáið fyrir yður fyrir yðrum anda og forsmáið ekki þær.

Þér ofþreytið Drottin með yðrum orðum og segið svo: „Hvernin ofþreytum vér hann?“ Þar með að þér segið: „Hver sem illt gjörir sá þóknast Drottni og hann hefur lyst til hans, eða hvar er sá Guð sem straffar?“