X.

En eftir það útvaldi Drottinn og aðra sjötígi og sendi þá út pörum saman fyrir sér í allar þær borgir og álfur er hann vildi koma og sagði til þeirra: [ „Að sönnu er kornskeran mikil en verkmennirnir fáir. Því biðjið herrann kornskerunnar að hann sendi verkmenn í sína kornskeru. Fari þér. Sjáið, eg sendi yður so sem lömb á meðal varga. Berið eigi pung né tösku og eigi skó. Heilsið og öngum á stræti og í hvert það hús þér inngangið þá segið fyrst: Friður sé þessu húsi. Og ef þar er sonur friðarins þá hvílist yðar friður yfir honum. En ef eigi er þá snýst hann til yðar aftur. Blífið í því sama húsi, etið og drekkið hvað þar veitist því að verður er verkmaðurinn sinna launa.

Eigi skulu þér ráfa hús af húsi. [ Og í hverja borg sem þér inngangið og þeir meðtaka yður þá etið það sem fyrir yður verður fram sett. Og læknið sjúka þá sem þar eru og segið þeim: Guðs ríki er nálægt yður. En ef þér gangið í nokkra borg þar þeir meðtaka yður ei gangið út á hennar stræti og segið: Einnin það duft sem loddi á oss úr yðvari borg hristum vær af yður. Þó skulu þér vita að Guðs ríki var nálægt yður. Eg segi yður það Sodoma mun bærilegra vera á þeim degi en þeirri borg. [

Vei þér Kórasín! Vei þér Betsaída! Því að ef skeð hefði í Tyro og Sidon þau kraftaverk sem hjá yður hafa gjörð verið hefði þeir forðum setið í sekk og ösku og gjört so iðran. Þó mun Tyro og Sidone bærilegra vera á efsta dómi en yður. Og þú Kapernaum sem upphafin ert allt til himins munt niðursökkva til helvítis. Hver yður heyrir, hann heyrir mér og hver yður forsmár hann forsmár mig. En hver mig forsmár hann forsmár þann er mig sendi.“

En þeir sjötígir komu aftur með fagnaði og sögðu: „Lávarður, einnin hafa djöflar oss undirgefnir verið í þínu nafni.“ Hann sagði til þeirra: „Eg sá andskotann so sem elding hrapa af himni. Sjáið, eg gef yður vald til að stíga yfir höggorma og flugorma og yfir allan kraft óvinarins og yður mun ekkert granda mega. En þó skulu þér eigi gleðjast af þessu það andarnir eru yður undirgefnir heldur fagnið af því það yðar nöfn eru skrifuð á himnum.“

Og samtímis gladdist Jesús í anda og sagði: [ „Eg prísa þig, faðir og Drottinn himins og jarðar, að þú huldir þetta fyrir spekingum og forvitringum og opinberaðir það smælingjum. Já, að sönnu, faðir, því að so þóknaðist það fyrir þér. Allir hlutir eru mér í hendur fengnir af mínum föður. Enginn veit hver eð sonurinn er nema faðirinn eða hver eð faðirinn er nema sonurinn og hverjum eð sonurinn vill það opinbera.“

Og hann snerist til sinna lærisveina og sagði þeim sérdeilis: [ „Sæl eru þau augu sem sjá hvað þér sjáið. Því að eg segi yður það margir spámenn og konungar vildu séð hafa hvað þér sjáið og sáu það eigi og heyra hvað þér heyrið og heyrðu það eigi.

Og sjá, að nokkur lögvitringur stóð upp, freistaði hans og sagði: [ „Meistari, hvað skal eg gjöra so að eg eignist eilíft líf?“ En hann sagði til hans: „Hvað er skrifað í lögmálinu? Hvernin les þú?“ Hann svaraði og sagðu: „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri önd þinni og af öllum mætti þínum og af öllu hugskoti þínu og náunga þinn sem sjálfan þig.“ Hann sagði þá til hans: „Rétt svaraðir þú. Gjör það og muntu lifa.“ En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði til Jesú: „Hver er þá minn náungi?“

En Jesús svaraði og sagði: [ „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og hrasaði í bland ræningja hverjir eð ræntu hann klæðum og lemstruðu hann sárum, gengu burt og létu hann þar eftir hálfdauðan liggja. En so bar til að kennimaður nokkur fór ofan sama veg og er hann leit hann gekk hann fram hjá honum, líka og Levítinn þá hann kom nær þeim stað. Og er hann sá hann gekk hann og fram hjá. En samverskur maður ferðaðist og kom í nánd honum. Og er hann leit hann sá hann aumur á honum, gekk að og batt um sár hans, hellandi í þau viðsmjöri og víni og lagði hann á sinn eyk og flutti til herbergis og gaf gætur að honum. En annars dags ferðaðist hann burt og tók upp tvo peninga og fékk húsbúandanum og sagði: „Haf gátur á honum og hvað helst þú leggur meira út þá skal eg borga þér nær eg kem aftur.“ Hver þeirra þriggja sýnist þér vera þess náungi sem hrasaður var í bland ræningjanna?“ En hann sagði: „Sá er miskunnsemdina gjörði á honum.“ Þá sagði Jesús til hans: „Far þú og gjör slíkt hið sama.“

En það skeði er þeir ferðuðust að hann gekk inn í nokkurt kauptún. [ Og sú kvinna er Marta hét meðtók hann í sitt hús. Og hún átti þá systur er María hét hver eð setti sig fyrir fætur Jesú og heyrði hans orð. En Marta braust mjög fyrir að þjóna honum. Hún gekk að og sagði: „Lávarður, hirðir þú ei um það að systir mín lætur mig einasaman þjóna? Sweg henni að hún hjálpi mér.“ En Jesús svaraði og sagði til hennar: „Marta, Marta, þú ert so áhyggjufull og mæðist í mörgu. Eitt er þó nauðsynlegt. María hefir kjörið sér gott hlutskipti hvað er eigi skal frá henni takast.“