VII.
Hversu fagur er þinn gangur í þínum skóklæðum, þú höfðingjans dóttir! Þínar lendar standa báðar líka sem tvær spengur þær eins meistaramanns hönd hefur gjört. Þínn nafli er sem kringlóttur bikar hvern að aldrei vantar drykk. Þinn kviður er sem hveitihrúga í kring sett með liljum. Þín bæði brjóst eru sem ung tvíburakið einnrar hindar. Þinn háls er sem einn turn af fílabeini. Þín augu eru sem fiskivötn í Hesbon hjá Batrabbímporti. Þínar nasir eru sem Líbanonturn hver eð veit til Damascum. Þitt höfuð stendur á þér svo sem Carmelus. Hárið á þínu höfði er sem kóngsins purpuri bundinn í ferðir.
Hversu fögur og prýðileg ertu, mín kærasta í sællífinu! Þín lengd er sem pálmatré, þín brjóst eru og sem vínþrúga. Eg sagða: Eg hlýt að uppstíga á pálmatréð og taka þess kvistu. Lát þín brjóst vera sem vínþrúgur á vínviðartrjám að þínar nasir lukti sem epli og þinn barki líka sem gott vín, hvert eð glaðlega niðurrennur mínum vin og talar af fjarlægu. Minn vin er minn og hann heldur sér að mér.
Kom, minn elskulegi, við viljum ganga út á markina og látum oss vera í þorpunum so að við megum árla upp stíga til víngarðanna so vér mættum vita hvert víntrén blómgast, hvert blóm er útkomið, hvert granataeplatrén frjóvgast. Þar vil eg gefa þér mín brjóst. Liljurnar gefa þar ilm og þar er allra handa göfugur ávöxtur fyrir okkar dyrum. Minn vin, eg hefi geymt handa þér bæði það nýja og gamla.