IIII.

[ Verið stöðugir í Bæna ákallinu, og vakið í því hinu sama með þakkar gjörð, Biðjið og einnen fyrir oss, So að Guð upplúki oss orðsins dyr, til að tala leyndandóm Christi, fyrir hvað eg em bundinn, Upp á það, að eg opinberi það sama, sem mér byrjar að tala. Gangið víslega í bland þeirra sem að eru þar fyrir utan, og skikkið yður í tíðina. Yðar ræða sé ætíð ljúfleg, og með Salti krydduð, það þér vitið hvernen þér skuluð hverjum sem einum andsvara.

[ Hvernen um mig er háttað, það mun yður allt kunngjöra Tycichos, kær Bróðir og trúr Þénari, og meðþjónn í DROTTNI, þann eg hefi þar fyrir til yðar sent, það eg vissa hvernen yður færi að, og það hann hugsvalaði yðar hjörtum, samt Onesimo þeim trúa og kæra Bróður, [ hver í frá yður er, og allt hvernen hér fer fram, munu þeir kunngjöra yður.

[ Yður heilsar Aristarchus minn sambandingi, og Marcus Systrungur Barnabe, af hverjum þér hafið nokkra bífalning meðtekið. Ef so er það hann kemur til yðar, þá meðtakið hann. Og Jesus sá kallast Just, hverjir út af Umskurninni eru. Þessir eru alleinasta mínir hjálpendur á Guðs Ríki, þeir mér eru huggan vorðnir. Yður heilsar Epaphras, hver í frá yður er, einn þjónn Christi, og jafnan fyrir yður áhyggju berandi í Bænum, Upp á það þér standið fullkomnir, og uppfylltir í öllum Guðs vilja. Eg ber honum það vitni, að hann hefur stóra ástunðan til yðar, og til þeirra í Laodicea og Hierapoli.

[ Yður heilsar Lucas Læknir, elskulegur, og Demas, Heilsið Bræðrunum til Laodicea, og Nimphan, og Söfnuðinum sem að er í hans húsi. Og nær Pistillinn er lesinn hjá yður, þá sjáið til að hann verði einnen og lesinn í Samkundunni til Laodicea. Og það þér lesið þann sem til Laodicea [ er ritaður. Og segið Archippo það, Sjá upp á Embættið það þú meðtekið hefur í DROTTNI að þú fullkomnir það. Heilsan af minni hendi Páls. Verið minnugir minna Fjötra. Náðin sé með yður, A M E N.

Skrifaður af Róm, meður

Tycicho og Onesimo