XLIX.
Á móti Ammónsonum segir Drottinn so: [ Hefur Ísrael þá ekki nein börn eða hefur hún öngvan erfingja? Hvar fyrir eignast þá [ Malkón það landið Gað og hans fólk býr í þeirra stöðum? Þar fyrir sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, eg vil láta heyrast eitt heróp yfir Rabbat Ammónsona það hún í einni hrúgu skal í eyði liggja og þeirra dætur skulu með eldi upptendraðar verða en Ísrael skal þá eignast þeirra land sem sér til eignuðu hans, segir Drottinn.
Kveina þú hátt, Hesbon, það Aí er niðurbrotin! Hástynji, þér dæturnar Rabba, og klæðið yður í sekki, harmið og hlaupið í kringum múrveggina það Malkóm skal hertekinn í burt flytjast með sínum prestum og höfðingjum! Hvað treystir þú upp á þína dali? Þínir dalir eru niðursokknir, þú hin óhlýðuga dótturin, þú sem treystir á þína fésjóðu og segir í þínu hjarta: „Hver þorir að koma í móti mér?“ Sjá þú, so segir Drottinn, Drottinn Sebaót: Eg vil láta koma hræðslu yfir þig af öllum þeim sem í kringum þig búa so að sinn veginn skal hver útrekinn vera og þar skal enginn sá vera sem samansafni þeim aftur sem í burt flúið hafa. En þar eftir á vil eg snúa herleiðingunni þeirra Ammónsona, segir Drottinn.
Á móti Edóm
So segir Drottinn Sebaót: [ Er þar þá enginn vísdómur meiri í Teman? Er þar þá ekkert ráð hjá vitringunum? Er þeirra vísdómur so lauslegur? Flýið undan, snúið yður og felið yður djúpt niður, þér innbyggjarar í Dedan, það eg læt ógæfu koma yfir Esaú á hans vitjunartíma. Þeir sem hið nýja vínið innlesa skulu koma yfir þig, þeir eð ekki munu láta þig fá miklu inn að safna og þjófar skulu yfir þig koma á náttarþeli, þeir skulu fordjarfa hana mjög. Því að eg hefi gjört Esaú nakinn og hans heimuglega hluti opinskára so að hann skal ekki kunna að skýla sér. [ Hans sæði, hans bræður og hans nábúar eru foreyddir svo að þar eru öngvir fleiri eftir af þeim. En þó það hvað eftir verður af þínum föðurleysingjum þeim vil eg unna lífsins og þínar ekkjur skulu vona á mig.
Því so segir Drottinn: Sjá þú, þeir sem það höfðu ekki verðskuldað að drekka þann kaleikinn þeir hljóta að drekka hann og þú skyldir hegningarlaus vera? Þú skalt ekki óhegndur vera heldur þá hlýtur þú og einnin að drekka hann. Því að eg hefi svarið við sjálfan mig, segir Drottinn, það Basra skal verða ein undran, smán, foreyðing og bölvan og allir hennar staðir ein eilífleg eyðimörk.
Eg hefi heyrt af Drottni að þar sé einn boðskapur útsendur á meðal heiðinna þjóða: [ „Samansafnið yður og komið hingað í móti henni, búið yður til bardagans!“ Því að sjá þú, eg hefi gjört þig lítilsháttar á meðal heiðinna þjóða og fyrirlitna á meðal mannanna. Þit fors og þitt hjartans ofstæki hefur svikið þig af því að þú býr í þeim steinhellunum og hefur hábjörg undir þér. Þó að þú hreiðraðir þgi so hátt sem örnin þá vil eg þó hrinda þér ofan þaðan, segir Drottinn.
So skal Edóm verða í eyði að allir þeir sem ganga þar framhjá skulu undrast það og blístra yfir öllum hans plágum, líka sem það Sódóma og Gómorra með sínum nágrönnum eru umveltir, segir Drottinn, so það enginn skal þar búa né neinn maður hús hafa. [ Því að sjá þú, hann kemur upp hingað sem león í frá þeirri dramblátu Jórdan, í móti þeim sterkum hjarðarhúsunum því að eg vil láta hann snarlega þangað hlaupa. Og hver veit hver sá hinn [ ungi maðurinn er sem eg vil útbúa á móti þeim? Því hver er mér jafn? Hver vill fræða mig? Og hver er sá hirðirinn sem staðið getur við mér?
So heyrið nú það ráðið Drottins sem hann hefur yfir Edóm og hans hugsan sem hann hefur yfir þeim innbyggjurum í Teman. Hvað gildir ef að þeir [ hirðsveinarnir skulu ekki undirleggja þá og niðurbrjóta þeirra bústaði? So að jörðin skal hrærast við nær eð þeir falla niður hver um þveran annan og þeirra hrópan skal heyrast í hjá hafinu rauða. Sjá þú, hann flýgur upp hingað sem ein örn og hann mun útbreiða sína vængi yfir Basra. Á þeim sama tíma skulu hjörtun kappanna í Edóm vera líka sem eitt konuhjarta í barnburðarsótt.
Á móti Damascum
Hemat og Arpad eru aumlega staddar, þeirra menn eru duglausir. Því að þeir heyra eitt illt rykti, þeir sem búa við hafið eru so hræddir að þeir kunna öngva hvíld að hafa. Damascus er huglaus og flýr undan, hún skelfur og er í angist og harmkvæli sem kona í barnsótt. Hvernin þá? Er hann nú ekki yfirunninn sá hinn nafnfrægi og lystilegi staðurinn? Þar fyrir skulu hans æskumenn þar niðurslegnir liggja á hans strætum og allt hans stríðsfólk skal falla á þeim sama tíma, segir Drottinn Sebaót. Og eg vil setja eld í múrveggina til Damascum so að hann skal foreyða þeim herbergjunum Benhadad.
Móti Kedar og því ríkinu Hasór, hvert eð Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon sló
So segir Drottinn: [ Standið upp og farið upp í Kedar og foreyðið þeim börnunum á móti austrinu. Þeir skulu taka þeirra bústaði og fénað, þeirra landtjöld og öll verkfæri og þeirra úlfalda skulu þeir í burt keyra og þeir skulu hræðilegana kalla að þeim allt um kring.
Flýið undan, flýtið yður snarlega þaðan og byrgið yður djúpt niður, þér Hasórs innbyggjarar, segir Drottinn, því að Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon hefur nokkuð í sinni við yður og hann hugsar til yðar. [ Farið á fætur og dragið upp þangað móti því fólki sem nóg hefur til og ugglaust býr, segir Drottinn. Þeir hafa hvorki portdyr né hurðarstengur og búa einir saman. Þeirra úlfaldar skulu gripnir verða og þeirra hið mikla fé í burt tekið verða. Og eg vil í burt dreifa þeim í allar áttir vindanna sem búa í afkimunum og af öllum áttum vil eg láta þeirra ógæfu koma yfir þá, segir Drottinn, svo að Hasór skal vera drekabæli og ein eilífleg eyðimörk so að enginn skal búa þar og eigi nokkur maður skal hafa þar sitt heimili.
Þetta er það orð Drottins sem skeði til Jeremiam propheta á móti [ Elam í upphafi ríkisstjórnar Zedechia konungsins Júda og sagði: Svo segir Drottinn Sebaót: Sjá þú, eg vil sundurbrjóta Elams boga, þeirra hið æðsta veldi, og eg vil láta þá fjóra vindana úr þeim fjórum áttum himinsins koma yfir þá. Og eg vil í burt dreifa þeim í alla þá sömu vinda so að þar skal ekki neitt fólk það til vera að eigi skuli þangað koma hinir burtreknu af Elam. Og eg vil gjöra Elam duglausan fyrir sínum óvinum og fyrir þeim sem stunda eftir þeirra lífi og eg vil láta ógæfu koma yfir þá með minni grimmdarreiði, segir Drottinn. Og eg vil senda sverðið á bak til við þá þangað til að eg hefi foreytt þeim. Eg vil setja minn [ stól í Elam og eg vil fyrirkoma þar bæði konunginum og höfðingjunum, segir Drottinn. En á eftirkomandi tímum vil eg snúa herleiðingunni Elam, segir Drottinn.