VI.

Á því áttatíugnda ári hins fimmta hundraðs frá því að Ísraelslýður var útleiddur af Egyptalandi, á því fjórða ári ríkis Salómons kóngs yfir Ísrael, í þeim mánuði síf, það er sá annar mánuður, þá tók Salómon til að smíða hús Drottins. [ En það hús sem Salómon kóngur smíðaði Drottni var sextígi álna langt, tuttugu álna breitt og þrjátígi álna hátt.

Og hann byggði eitt forhús fram af musterinu tuttugu álna langt eftir hússins breidd og tíu álna breitt fram af húsinu. Og hann gjörði glugga á húsinu, innan til víða og utan til mjóa. Og hann smíðaði lofthús í húsveggnum allt um kring, bæði um kring musterið og kórinn og gjörði enn veggi þar um kring utan til. Það neðsta lofthús var fimm álna vítt en annað sex álna vítt en það þriðja sjö álna vítt. Því hann reisti bjálka utan um kring húsið svo að þau komu ekki við veggi hússins.

Og áður en húsið var smíðað þá voru steinarnir með öllu áður tilreiddir so að þar heyrðist hverki hamarshögg né auxarhljóð eður nokkra smíðatóla á meðan húsið var smíðað.

Og þar voru einar dyr hægramegin mitt á húsinu og um svölur var að ganga í miðloftið og þaðan í það efsta loft. Og so byggði hann húsið og fullkomnaði það og hann þiljaði húsið með sedrustré, bæði hvolfið og veggina. Hann byggði og so enn ein göng ofanvert umhverfis allt húsið, fimm álna há. Og hann þakti húsið með sedrusviðum.

Og orð Drottins skeði til Salómon og sagði: [ „Þetta er húsið það sem þú smíðar. Ef þú gengur í mínum boðum og gjörir eftir mínum réttindum og heldur öll mín boðorð og gengur eftir þeim þá vil eg staðfesta mitt orð við þig svo sem eg sagða til þíns föðurs Davíð. Og eg vil búa á millum Ísraelssona og eg vil ekki yfirgefa mitt fólk Ísrael.“ So byggði Salómon húsið og fullkomnaði það. [ Og hann þiljaði veggina á húsinu innan til með sedrusfjölum neðan frá gólfinu og upp að þakinu og þiljaði það innan til með tré og lagði gólfið í húsinu með grenifjalir.

Hann byggði svo á bak við húsið einn vegg af sedrustré, tuttugu álna langan upp frá gólfinu og undir þakið og byggði kórinn þar fyrir innan og það allrahelgasta. En musterisins hús fyrir framan kórinn var fjörutígi álna langt. En allt húsið innan til var ekki nema sedrusviður með renndum hnöppum og útskornum blómstrum svo að hvergi mátti sjá stein beran. En kórinn tilreiddi hann innan til í húsinu svo að þangað skyldi setjast sáttmálsörk Drottins. Og kórinn var tuttugu álna langur og tuttugu álna breiður og tuttugu álna hár, sleginn með klára gull. [ En altarið þiljaði hann með sedrustré.

Og Salómon þakti húsið innan allt með kláru gulli. Hann lét aftur kórinn með gylltum grindum og allt húsið var með gulli þakið. Þar með bjó hann og altarið með gull framan fyrir kórnum.

Hann gjörði og í kórnum tvo kerúbím af olíuviðartrjám, tíu álna að hæð. Hver vængur kerúbím var fimm álna langur svo að það var tíu álnir frá þeim eina hans vængsenda og til þess annars vængsenda, so var sá annar kerúbím. [ Hann hafði og so tíu álnir að lengd og báðir kerúbím voru jafnir og eins smíðaðir svo að hver kerúbím var tíu álna hár. Og hann setti þessa kerúbím í miðju húsinu. Og kerúbím útbreiddu sína vængi svo að vængur þess eina kerúbím kom við vegginn og vængur þess annars kerúbím snart og þann annan vegg en í miðju húsinu kom hver vængur við annan. Og hann bjó þessa kerúbím með gulli.

Hann lét og útskera ala veggi musterisins með ýmislegum hagleik allt umhverfis með hnöppum og útskornum kerúbím, pálmviðarblómstrum og laufverki so sem liti það og kæmi út úr veggjunum. Og hann lagði yfir hvolfið með gull innan og utan. Og hann lét gjöra tvær hurðir á innganginum til kórsins af olíutré með fimmstrendum dyrustólpum. Og hann lét útskera þar á með hagleik kerúbím, pálmviðarblómstur og laufverk og bjó þær allar með gulli. Hann gjörðí og í musterisins inngangi ferstrenda dyrustólpa af viðsmjörsviðartré og tvennar hurðir af grenitré og hver hurð hafði tvo vængi og vængirnir héngu á þeirra hjörum. Og hann lét útskera þar á kerúbím, pálmviðarblómstur og laufaverk og bjó þær með gulli eins og það var bífalað.

Hann byggði og svo einn kirkjugarð með þremur skipunum úthöggvinna steina og eitt lagið með skafið sedrustré.

Á því fjórða ári í þeim mánaði síf var grundvöllurinn hússins Drottins lagður og á því inu ellefta ári í þeim mánuði búl (það er sá áttundi mánuður) var húsið algjört svo sem það vera skyldi. [ So að þeir voru að smíða það í sjö ár.