V.

Og Híram kóngur í Thiro hann sendi sína þénara til Salomonis. [ Því hann hafði spurt að þeir höfðu smurt hann til kóngs í hans föðurs stað. Því Híram elskaði Davíð alla hans lífdaga.

Og Salómon sendi til Híram og lét segja honum: „Þú veist vel að minn faðir Davíð mátti ekki byggja hús nafni Drottins, síns Guðs, sökum ófriðar sem var öllumegin í kringum hann þar til að Drotitnn gaf þá alla undir sóla hans fóta. En nú hefur Drottinn, minn Guð, gefið mér frið öllumegin í kring svo að hér er enginn andskoti og eigi heldur nein hindran. Sjá, so hef eg nú hugsað að byggja nafni Drottins míns Guðs eitt hús so sem Drottinn hefur talað til míns föðurs Davíðs þar hann sagði: Þinn son hvern eg vil setja í þinn stað í þitt sæti hann skal byggja mínu nafni eitt hús. Þar fyrir bjóð þú nú þínum þénurum að þeir höggvi mér sedrusviði af Líbanon og að þínir þénarar sé með mínum þénurum. Og eg vil gjalda þér laun þinna þénara svo sem þú ákveður. Því að þú veist að hér er enginn hjá oss sem svo kann að höggva tré sem þeir Sidonither.“

En sem Híram heyrði Salomonis orð þá varð hann mjög glaður og sagði: „Lofaður sé Drottinn á þessum degi hver eð gaf Davíð einn vísan son yfir þvílíkan fólksfjölda.“ Og Híram sendi til Salómon og lét segja honum: „Heyrða eg þann boðskap sem þú sendir mér. Eg vil gjöra eftir allri þinni beiðni um þá sedrusviðu og grenitré. Mínir þénarar skulu flytja þessa viðu af Líbanon til sjávarins, síðan skal eg leggja þá á flota á sjóinn og færa hann til þess staðar sem þú lætur segja mér og eg skal láta leysa viðuna þar en þú skalt láta sækja þá þangað. En í því skalt þú gjöra minn vilja að þú veitir vistir mínum þénurum.“

Svo gaf Híram Salómoni sedrusviðu og grenitré eftir hans vilja. Og Salómon gaf Híram tuttugu þúsund mælir hveitis handa hans þénurum og tuttugu mælir með steytt oleum. [ So mikið af Salómon Híram hvert ár.

Og Drottinn gaf Salómon vitru og vísdóm svo sem hann hét honum. Og þar var friður millum Híram og Salómon og þeir bundu sáttmál með sér. Og Salómon lagði manntal á allan Ísrael og það manntal var þrjátígi þúsundir manna. Og hann sendi þá til Líbanon, tíu þúsund hvern mánuð til skiptis, so þeir voru einn mánuð á Líbanon en tvo mánuði heima. [ Og Adoníram var settur höfðingi yfir þetta manntal.

Og Salómon hafði sjötígir þúsundir þeirra manna sem að báru byrðar og áttatígi þúsundir sem að voru að viðartelgju á fjallinu umfram Salómons yppörstu verkstjóra hverjir að settir voru yfir arfiðið. Þeir voru að tölu þrjár þúsundir og þrjú hundruð þeir eð tilskipuðu og sögðu fyrir hverri vinnu. Og kóngurinn bauð að þeir skyldu uppbrjóta stóra og kostulega steina sem út mætti höggvast til hússins grundvallar. Og Salomonis byggingarmenn og Hírams og Giblím þeir hjuggu út og bjuggu til viðinn og steinana að smíða húsið.