XXII.
Nú líða so þrjú ár í samt að enginn ófriður var í millum þeirra sýrlensku og Ísraels. En á því þriðja ári fór Jósafat Júdakóngur til fundar við Ísraelskóng. [ Og Ísraelskóngur sagði til sinna þénara: „Viti þér ekki að Ramót í Gíleað er vor eign en vér sitjum um kyrrt og vanrækjum að taka hana af kóngsins hönd í Sýrlandi?“ Og hann sagði til Jósafat: „Vilt þú fara með mér að vinna aftur Ramót í Gíleað?“ Jósafat sagði til Ísraelskóngs: „Eg vil vera líka sem þú og mitt fólk er sem þitt fólk og mínir hestar líka sem þínir hestar.“ [
Og Jósafat sagði til Ísraelskóngs: „Þó vil eg að þú leitir fyrst til orða Drottins.“ Þá samansafnaði Ísraelskóngur spámönnunum sem voru fjögur hundruð að tölu og sagði til þeirra: [ „Hvert skal eg fara að berjast á Ramót (borg) í Gíleað eður skal eg láta so búið standa?“ Þeir sögðu: „Far upp, Drottinn skal gefa hana í kóngsins hendur.“
Og Jósafat sagði: „Er hér enginn af Drottins spámönnum svo vér mættum spyrja hann að?“ Kóngurinn sagði til Jósafat: „Hér er nú einn maður sem heitir Míkeas son Jimla af hverjum menn mega spyrja hvað Drottinn vill. [ En eg hata hann það hann spáir mér einskis góðs heldur ætíð ills.“ Jósafat sagði: „Eigi skyldi kóngurinn svo tala.“ Þá kallaði Israeliskóngur einn sinn herbergissvein og sagði: „Sæk þú sem skjótast Míkeas son Jimla.“ [
Og Ísraelskóngur og Jósafat Júdakóngur sátu hver á sínum stóli skrýddir kónglegum skrúða og sátu fyrir portdyrum Samarieborgar á einum flöt. Og allir spámenn spáðu fyrir þeim. Og Sedekía son Knaena hafði gjört sér járnhorn og sagði: [ „Svo segir Drottinn: Með þessum skalt þú slá þá Syros þar til að þú afmáir þá.“ Og allir spámennirnir spáðu með sama hætti og sögðu: „Far þú upp til Ramót í Gíleað og mun þér að góðu verða. Drottinn mun gefa hana í kóngsins hendur.“
En sendimaðurinn sem út var genginn að kalla Míkeam sagði til hans: „Sjá, spámenn segja allir með einum munni kóngi fyrir farsællega hluti. So lát nú þín orð samhljóða verða þeirra orðum og tala það sem gott er.“ Míkeas svaraði: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir: Eg vil tala það sem Drottinn segir mér.“
Og sem hann kom nú fyrir kónginn þá sagði kóngurinn til hans: [ „Míkea, skulu vér fara til bardaga til Ramót í Gíleað eða skulu vér hvergi fara?“ Hann svaraði og sagði: „Já, far upp þangað og mun þér vel lukkast, Drottinn skal gefa hana í kóngsins hendur.“ Kóngurinn sagði enn eitt sinn til hans: „Eg særi þig að þú ekkert annað segir mér en það sem satt er í Drottins nafni.“ Hann svaraði: „Eg sá allan Ísrael sundurtvístrast um fjöllin eins og sauði þeir sem öngvan hirðir hafa. Og Drottinn sagði: Hafa þessir öngvan hirðir? Snúi hver heim aftur í sitt hús með friði.“ Þá sagði Israeliskóngur til Jósafat: „Hefi eg ekki sagt þér það að þessi spáir mér einskis góðs heldur jafnan ills?“
Þá svaraði Míkeas: „Heyr nú fyrir því orð Drottins: Eg sá Drottin sitja í sínu hásæti og allur himinsins her stóð fyrir honum til hægri og vinstri handar. Og Drottinn sagði: Hver vill ráðleggja það Akab að hann fari upp og falli í Ramót í Gíleað? [ Og einn sagði þetta en annar það. Þá kom þar einn andi út og gekk fram fyrir Drottin og sagði: Eg vil koma honum til þess. Drottinn sagði til hans: Hvar með? Hann sagði: Eg vil fara út og verða einn lygiandi í munni allra hans spámanna. Hann sagði: Þú skalt koma honum þar til og þú skalt framkvæma það. Gakk út og gjör svo. Sjá þú nú, Drottinn hefur gefið einn lygianda í munn allra þinna spámanna og Drottinn hefur talað illt í gegn þér.“
Þá gekk fram Sedekía son Knaena og sló Míkeam pústur og sagði: [ „Hvað? Er andi Drottins þá vikinn frá mér að hann tali við þig?“ Míkeas svaraði: „Sjá, þú munt það sjá á þeim degi þá þú gengur úr einu herbergi til annars so þú megir fela þig.“ Þá sagði Ísraelskóngur: „Takið Micheam höndum og látið hann vera hjá Ammon borgmeistara og hjá Jóas kóngsyni og segið: Svo segir kóngurinn: Setjið þennan inn í myrkvastofu og nærið hann með sorgarbrauði og hryggðarvatni þar til að eg kem aftur með friði.“ Míkeas svaraði: „Ef þú kemur aftur með friði þá hefur Drottinn ekki talað fyrir mig.“ Og hann sagði: „Heyri það allur lýður.“
Ísraelskóngur og Jósafat Júdakóngur fóru nú upp til Ramót í Gíleað. Og Ísraelskóngur sagði til Jósafat: „Breyt þú þínum klæðabúnaði og gakk svo í bardaga með þínum klæðum sem þú hefur á þig tekið.“ Og Ísraelskóngur skipti búningi og torkenndi sig og fór í bardaga. En kóngurinn af Syria bauð sínum höfðingjum sem stýrðu hans vögnum hverjir að tölu voru tveir og þrjátígir og hann sagði: „Berjist ekki móti neinum manni, hverki smám né stórum, utan alleinasta á móti Ísraelskóngi.“ En sem höfðingjarnir fyrir vögnönum sáu Jósafat þá ætluðu þeir að hann mundi vera Ísraelskóngur og þeir veittu honum harða aðsókn í bardaganum. Þá kallaði Jósafat upp. En sem þeir höfðingjarnir fyrir vögnunum formerktu að hann var ekki Ísraelskóngur þá sneru þeir þegar frá honum.
En svo skeði að einn amður spannaði sinn boga, þó óvitandi á hvern hann stefndi, og örin nam staðar á kóngi Ísraels millum pansarans og sverðreimarinnar. [ Þá sagði hann til sveins þess sem vagninum stýrði: „Snú þinni hendi og vík mér úr bardaganum því eg er sár orðinn.“ Bardaginn hélst allan þann dag og kóngurinn stóð upp í vagninum í mót þeim Syris og dó á því sama kveldi. En blóðið flaut af sárinu mitt í vagninn. Og áður sól gekk til viðar rann kallari um herinn og sagði: „Fari hver í sína borg og til síns lands.“ Svo lét nú Akab kóngur líf sitt og var fluttur til Samaria og þar var hann jarðaður. En sem þeir þvoðu vagninn hjá einni tjörn í Samaria (nærri því sem Nabót var grýttur) þá sleiktu hundar hans blóð. Skækjur þvoðu hann eftir orðum Drottins sem hann hafði talað.
Hvað sem meira er að segja um Akab og allt það hann gjörði og um hans hús sem hann byggði af fílabeinum og um alla þá staði sem hann lét uppbyggja, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. So sofnaði Akab með sínum feðrum en hans son Ahasía tók kóngdóm eftir hann. [
Og Jósafat son Asa varð kóngur yfir Júda á því fjórða ári Akabs Ísraelskóngs. Hann var hálffertugur þá hann varð kóngur og ríkti fimm og tuttugu ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Asúba, dóttir Silhí. Og hann gekk allan veg síns föðurs Asa og veik ekki þar af og hann gjörði það Drottni vel þóknaðist. Þó tók hann ekki burt þær hæðir og fólkið offraði enn þá og brenndi reykelsi á hæðunum. Jósafat hélt frið við Ísraelskóng.
Hvað meira er að segja af Jósafat, um hans magt, hvað hann hefur gjört og um hans hernað, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. Hann útrýmdi hórkalla af landinu sem að eftir voru orðnar í tíð Asa hans föðurs. [
Þá var enginn kóngur í Edóm. Og Jósafat lét gjöra skipt til sjós sem skyldi fara til Ófír að sækja gull. [ En þau fóru ekki þangað því þau urðu í sundur slegin í Eseón Geber. Á þeim tíma sagði Ahasía son Akab til Jósafat: „Lát mína þénara fara með þínum þénurum á skipunum.“ En Jósafat vildi ekki. Og Jósafat sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður með sínum feðrum í borg Davíðs síns föðurs. Og Jóram hans son varð kóngur í hans stað. [
Endir á þeirri Þriðju kóngabókinni
Til lesarans
Lát þig ekki villa, þú góður kristinn lesari, að vér höfum sett svo titilinn III. Bók kónganna et ct. þar í þýðversku Biblíunni stendur Fyrsta kóngabók. Því í þýsku Biblíunni kallast sú i. kóngabók eftir ebreskunni sem vér reiknum iy. kóngabók eftir latínsku Biblíu og so sem nú plaga almennilega lærðir menn að halda. Sömuleiðis köllum vér þá Fjórðu kóngabók sem í ebreskunni og þýskunni kallast Aunnur bók kónganna et ct. því vér köllum Bækur Samuelis þær fyrstu tvær kóngabækur et ct.