XV.

Á því átjánda ári Jeróbóam kóngs, sonar Nebat, varð Abíam kóngur í Júda. [ Og hann ríkti þrjú ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Maeka, dóttir Abísalom. Og hann gekk í öllum síns föðurs syndum sem hann hafði gjört fyrir honum og hans hjarta var ekki fullkomlegt fyrir Drottni, hans Guði, svo sem Davíðs hans föðurs hjarta. En Drottinn, hans Guð, gaf honum ljós í Jerúsalem vegna Davíðs að hann uppvekti hans son eftir hann og héldi honum í Jerúsalem sökum þess að Davíð gjörði það sem Drottni vel þóknaðist og veik ekki frá öllu því sem hann bauð honum alla hans lífdaga, fráteknum málum Úría Hethei. Og þar var ófriður á millum Róbóam og Jeróbóam alla þeirra lífdaga.

En það fleira sem segja má um Abíam og allt það sem hann gjörði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. Og þar var ófriður í millum Abíam og Jeróbóam. Og Abíam sofnaði með sínum forfeðrum og þeir grófu hann í Davíðsborg. [ En Asa, hans son, varð kóngur í hans stað. [

Þá Jeróbóam hafði verið kóngur yfir Ísrael í tuttugu ár þá tók Asa ríki og kóngdóm yfir Júda. Og hann ríkti eitt ár og fjörutígi í Jerúsalem. Hans móðier hét Maeka, dóttir Abísalom. Og Asa gjörði það sem Drottni vel líkaði svo sem hans faðir Davíð. Og hann burtrýmdi hórunarmenn úr landinu og sló niður öll skúrgoð í landinu sem hans feður höfðu gjört. Auk þessa afsetti hann sína móður Maeka af því embætti [ Mipleset það hún gjört hafði í landinu. Og Asa upprætti hennar Mipleset og uppbrenndi hann hjá læknum Kedron. En þeir tóku ei hæðirnar í burt. Þó var Asa hjarta réttilegt fyrir Guði um alla hans daga. Og það gull og silfur og ker sem hans faðir hafði helgað og hvað sem helgað var til Drottins húss það færði hann inn þangað. Og þar var ófriður í millum Asa og Baesa Ísraelskóngs alla þeirra daga.

En Baeas Ísraelskóngur fór upp til Júda og reisti þar borg sem hét Rama svo að enginn skyldi komast, hverki út né inn af mönnum Asa Júdakóngs. Þá tók Asa allt það gull og silfur sem eftir var orðið af fjársjóðum í húsi Drottins og af fjársjóðum í kóngsins húsi og fékk sínum sveinum það í hendur og sendi þá til Benhadad, sonar Tabrimon, sonar Hesíon, kóngsins í Syria, sem bjó í Damasco, og lét segja honum: [ „Þar er einn sáttmáli millum mín og þín, á millum míns föðurs og þíns föðurs. Og því sendi eg þér þessar gjafir, gull og silfur, að þú bregðir upp þeim sáttmála sem þú hefur með Ísraelskóng Baesa so hann dragi frá mér.“

Benhadad tók orðsendingum Asa kóngs og sendi sína höfuðsmenn í mót Ísraelsborgir og sló Jíon og Dan og Abel, Bet Maeka og allt til Kinerot, allt Neftalímland. En sem Baesa það heyrði þá lét hann af að byggja Rama og fór aftur til Tirsa. Síðan sendi kóng Asa boðskap um allt land Júda og sagði: „Þar skal enginn hafa afsökun.“ Og þeir tóku steinana og trén í burt frá Rama sem Baesa hafði byggt með og kóng Asa byggði þar með Geba Benjamín og Mispa. Hvað meir er að segja af Asa og um alla hans magt og allt hvað hann gjörði og þeir staðir sem hann byggði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. Utan það að hann varð sjúkur í sínum fótum í sinni elli. Og Asa sofnaði burt með sínum forfeðrum og var jarðaður með þeim í síns föðurs Davíðs stað og hans son Jósafat tók kóngdóm eftir hann. [

Og Nadab, son Jeróbóam, varð kóngur yfir Ísrael á því öðru ári Asa Júdakóngs. [ Og hann ríkti yfir Ísrael í tvö ár. Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði og fór allan feril síns föðurs og í hans syndum með hverjum að hann kom Ísrael til að syndgast.

En Baesa, sonur Ahía af Ísaskars húsi sat á svikráðum við hann og sló hann í Gibeton sem að heyrði til þeim Philisteis því að Nadab og allur Ísrael sat þá um Gibeton. So sló Baesa hann í hel á því þriðja ári eftir það að Asa varð kóngur í Júda og varð so kóngur í hans stað. En sem hann var orðinn kóngur þá sló hann gjörvallt Jeróbóams hús í hel og lét ekkert mannsbarn eftir lifa af ætt Jeróbóam þar til hann hafði eyðilagt hann eftir Drottins orði sem hann hafði talað fyrir Ahía sinn þénara af Síló sökum Jeróbóams synda þeirra sem hann gjörði og með hverjum hann kom Ísrael til að syndgast fyrir þá tilreitni með hverri hann styggði Drottin Ísraels Guð. [

En hvað meira er að segja um Nadab og allt það sem hann gjörði, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og þar var ófriður millum Asa og Baesa Israeliskóngs á öllum þeirra dögum.

Á því þriðja ári Asa Júdakóngs varð Baesa son Ahía kóngur yfir allan Ísrael í Tirsa fjögur og tuttugu ár. [ Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, gekk í Jeróbóams vegum og í hans syndum með hverjum hann kom Ísrael til að syndgast.

Og orð Drottin kom til Jeú sonar Hananí móti Baísa og sagði: [ „Sökum þess að eg hef upphafið þig af dufti og leiri og setta þig höfðingja yfir mitt fólk Ísrael og þú gekkst á Jeróbóams vegum o gkomst mínu fólki Ísrael til að syndgast, að þú styggðir mig með þeirra syndum, sjá, þá vil eg burt taka eftirkomendur Baesa og hans húss eftirkomendur og eg vil setja þitt hús líka sem hús Jeróbóam sonar Nebat. Hver sem deyr af Baesa í staðnum, þann skulu hundar upp éta en hver sem deyr af hans út á mörkinni, þann skulu himinsins fuglar upp éta.“

Hvað sem meir er að segja um Baesa og hvað hann gjörði og hans magt, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Baesa sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður [ Tirsa. Og hans son Ella varð kóngur í hans stað. Og Drottins orð kom til Jehú spámanns sonar Hananí móti Baesa og móti hans húsi og á móti öllu því vondu sem hann gjörði fyrir Drottni, að hann styggði hann fyrir sín handaverk, að hann skyldi verða sem Jeróbóams hús og þar fyrir að hann sló þennan í hel. [