IX.
Er eg ekki postuli? [ Em eg eigi frjáls? Hef eg ekki séð Drottin vorn Jesúm Krist? Eru þér ekki mitt verk í Drottni? Og þó eg sé ei annarra postuli þá em eg þó yðar postuli. Því innsigli míns postulegs embættis eru þér í Drottni. En andsvar mitt við þá sem mig aðspyrja er þetta: Höfum vér eigi vald til að eta og drekka? Höfum vér vei vald til einhverja systur að eignarkonu um að flytja líka sem aðrir postular og bræður Drottins og so sem Kefas? Eða höfum við ekki, eg og Barnabas, magt til þetta að gjöra? Hver slæst og upp á sitt eigið verðkaup? Hver plantar víngarðinn og etur ekki af hans ávexti? Eða hver fóðrar hjörðina og neytir ekki af mjólk hjarðarinnar?
En eg tala þetta eftir mannlegri siðvenju. Segir ekki og lögmálið þetta? Því að so er skrifað í Moyses lögmáli: [ „Eigi skaltu múlbinda naut það sem erjar.“ Hver ber Guð áhyggju fyrir nautunum? Eða segir hann ekki þetta alls kostar vorra vegna? Því að fyrir vorar sakir er þetta ritað. Af því hann sem plægir skal plægja í voninni og sá sem þreskir hann skal þreskja í voninni so að hann verði hluttakari sinnar vonar. Fyrst vér sáðum yður hið andlega er það mikilsvert þó vér uppyrkjum yðvart hið líkamlega? Og ef hinir aðrir eru hlutttakandi þessarar yðrar magtar hvar fyrir skyldu vér eigi miklu framar?
En vér höfum eigi tíðkað þessa magt heldur umliðu vér allra handa svo að vér gjörðum Krists evangelio öngva hindran. Viti þér ekki það þeir sem fórnirnar færa eta af því sem fórnfært er? Og þeir sem altarinu þjóna eru altarisins hluttakarar. Líka so hefur og Drottinn tilskikkað að þeir sem evangelium kunngjöra skulu af evangelio sitt fæði hafa. En ekkert þessara hefi eg tíðkað. [
En eg skrifa eigi þetta þar fyrir að so skulu við mig vera gjört. Því betra væri mér heldur dauðum að vera en það að nokkur skyldi mína vegsemd ónýta gjöra. Því það eg prédika Guðs evangelium þá má eg ekki vegsama mig um það því að nauðsynin rekur mig þar til og vei sé mér þá ef eg prédika ekki evangelium! Nú ef eg gjöri það viljugur þá er mér það launað en ef eg gjöri það nauðugur þá er mér það þó embætti á hendur fólgið. Hvað er nú þá mín laun? Þetta að eg prédika evangelium Christi og gjöri það sama viljuglega fyrir ekkert so að eg misbrúki ekki mitt frelsi á guðsspjöllunum.
Því þótt eg sé frjáls fyrir öllum þá hefi eg þó gjört sjálfan mig að hvers manns þjón so að eg vinni þá alla. Því að Gyðingum em eg vorðinn svo sem Gyðingur upp á það eg vinni Gyðinga og þeim sem undir lögmálinu eru em eg vorðinn svo sem undir lögmáli svo að eg vinni þá sem undir lögmálinu eru og þeim sem án lögmáls eru em eg vorðinn so sem án lögmáls (sem eg em þó eigi án lögmáls fyrir Guði heldur em eg í Krists lögmáli) svo að eg vinni þá inu sömu sem án lögmáls eru, þeim sem breyskvir eru em eg vorðinn sem væra eg breyskur so að eg vinni hina breysku. Öllum em eg orðinn allsháttar so að eg gjörði alls staðar einhverja hjálplega. En allt þetta gjöri eg vegna Guðs evangelii so að eg verði þess hluttakari.
Eða viti þér ekki að þeir sem á skeiðið hlaupa það þeir allir hlaupa en einn er sá sem hnossið tekur? Hlaupið nú og so að þér höndlið það. En hver sá sem slæst hann varar sig við öllu, þeir að sönnu upp á það þeir öðlist forgengilega kórónu en vér óforgengilega. En eg hleyp líka so, eigi sem upp á hið óvísa, eg slæst, eigi so sem sá er í vindinn slær, heldur þjái eg minn líkama og tem hann so að eg prédiki það ei öðrum og verði sjálfur rækur.