V.
Heyrið þetta orð, þér af húsi Ísraels, því eg verð að kveða þessa harmavísu um yður. [
Ísraels jungfrú er fallin svo hún mun ekki upp aftur standa. Hún er um koll slegin til jarðar og þar er enginn sem upp reisir hana. Því svo segir Drottinn Guð: Sá staður af hverjum að útganga þúsund þar skulu hundrað eftir vera. Þar sem hundrað ganga út þar skulu ekki nema tíu eftir blífa í húsi Ísraels. Þar fyrir segir Drottinn til Ísraels húss: Leitið mín, þá munu þér lifa. Leitið ekki til [ Betel og ferðist ekki til Gilgal og gangið ekki til Berseba. Því Gilgal skal hertekin í burt færast og Betel skal verða Bet Aven.
Leitið Drottins, þá skulu þér lifa, so að eldurinn fái ekki magt í Jósefs húsi að uppbrenna það og þar skal enginn vera í Betel sem hann kann að útslökkva. Þér sem snúið réttinum í beiskleika og sláið réttlætið til grunna! Hann gjörir Sjöstjörnurnar og Fiskikallinn, sá sem gjörir morgun að myrkri og nóttina að deginum, sá sem kallar vatnið af sjónum og úthellir því á jörðina, hann heitir Drottinn. [ Hver eð hrasan lætur koma yfir þá hinu sterku og kollvarp færir yfir þá sterku staði. En þeir eru reiðir á hann sem straffar þá í staðardyrunum og halda fyrir svívirðing þann sem heilnæmt kennir. [
Og sökum þess að þér undirtroðið þá fátæku og takið kornið frá þeim í stórum byrðum þá skulu þér ekki búa í húsunum þeim sem þér hafið byggt af höggnum steinum og eigi heldur drekka það vín sem þér hafið plantað í yðrum fögrum víngörðum. [ Því að eg veit yðar margfaldar misgjörðir, og so yðar stórar syndir, hversu þér þrengið að þeim réttlátu og takið blóðgjald og undirþrykkið þá inu fátæku í borgarhliðum. Þar fyrir mega þeir klóku þegja á þeim tíma því það er vondur tími.
Leitið þess góða en ekki hins vonda so þér megið lifa því þá mun Drottinn Guð Sebaót vera hjá yður svo sem þér hrósið. [ Hatið það vonda en elskið það góða. Gjörið rétt í staðarportunum, þá skal Drottinn Guð Sebaót vera miskunnsamur yfir þá sem eftir blífa af húsi Jósefs.
Þar fyrir segir Drottinn Guð Sebaót, sá Drottinn, so: Þar skal vera sárgrætilegur harmur á öllum strætum so menn skulu segja í öllum stöðum: „Vei, vei!“ Og menn skulu akurmenn til sorgar kalla og til sárgrætilegs klögumáls alla þá sem gráta kunna. Og þar skal vera sorgargrátur í öllum víngörðum því eg vil [ fara meðal yðar, segir Drottinn.
Vei þeim sem girnast dag Drottins! Hvað skal hann yður? Því Drottins dagur er eitt myrkur en ekki ljós. Líka sem þá maður flýr undan leóni og þá nokkur mætir bjarndýri og svo sem þá nokkur kemur í eitt hús og styður sig með hendinni til veggjarins og einn höggormur stingur hann. Því að dagur Drottins skal vera myrkur en ekki ljós dagur, dimmur og ekki bjartur.
Eg er reiður yðrum helgidómum og eg forsmái þá og eg kann ekki að lykta í yðvari samkundu. [ Og þó að þér offrið mér brennioffrum og matarfórnum þá hefi eg þó öngva þóknan þar á so eg get eigi séð til yðars feita þakklætisoffurs. Tak frá mér það sálmabuldur því eg get ekki heyrt þinn sálmasöng. Því rétturinn skal opinber verða sem vatn og réttlætið sem stríður straumur.
Hafi þér af húsi Ísraels offrað mér slátrunaroffri og mataroffri um þau fjörutígu árin í eyðimörkunni? Já vel, þér heiðruðuð Sikkút yðar kóng og Kíon yðart bílæti, þá stjörnu yðara afguða sem þér sjálfir gjörðuð yður. [ So vil eg láta færa yður hér burt frá til Damascum, segir Drottinn sem heitir Guð Sebaót.