Fyrri S. Páls pistill til Timotheum
I.
Páll postuli Jesú Christi eftir boðan Guðs vors frelsara og Drottins Jesú Christi sá vor von er
Timotheo, mínum réttilegum syni í trúnni:
Náð, miskunn og friður af Guði vorum föður og vorum Drottni Jesú Christo.
So sem að eg beidda þig það þú blífir til Epheso meðan eg færa í Macedoniam og boðaðir það sumum það þeir ekkert annað kenndu og gæfir öngvan gaum að þeim ævintýrum og ættartölusögum sem öngvan enda taka, þær meir afla spurninga en betrunar til Guðs í trúnni. Því að uppfylling boðorðsins er kærleikinn af hreinu hjarta og af góðri samvisku og af ómengaðri trú. Í frá hverri sumir hafa villst og eru umsnúnir til ónýtrar þvættunar, vilja vera Ritningsmeistarar, skilja þó ekki hvað þeir segja eða hvað þeir setja.
En vér vitumþað lögmálið er gott, fyrst nokkur tíðkar það réttilega, vitandi það að hinum réttláta er ekkert lögmál sett heldur ranglátum og óhlýðugum, óguðlegum og syndörum, glæpafullum og illskufullum, föðurdrápurum og móðurbönum, mannslögurum, frillulífismönnum, þeim sem skömm drýgir með kallmanni og þeim mönnum í burt selur og ljúgurum og meinsærismönnum og so það fleira hvað heilsusamlegum lærdómi mótstaðlegt er eftir dýrðlegu evangelio hins sæla Guðs það mér tiltrúað er. [
Og eg þakka vorum Drottni Jesú Christo sem mig styrkvan gjörir og mig trúlyndan aktað hefur, setjandi í þetta embætti sem eg var þó fyrr meir forsmánari, ofsóknari og háðungarmaður. [ En mér er miskunnsemi yfirkomin því að það gjörða eg af viskuleysi í vantrú. En náð vors Drottins var þess yfirgnæfanlegri með trúnni og kærleikanum sem að er í Christo Jesú.
Því að það eru vissileg sannindi og dýrmætt verðugt orð það Christus Jesús er kominn í þennan heim synduga sáluhólpna að gjöra, meðal hverra eg em hinn fremsti. En mér er því miskunnsemi yfirkomin upp á það Christus Jesús auðsýndi á mér fyrstum allra þolinmæði, þeim til eftirdæmis sem á hann skyldu trúa til eilífs lífs. En Guði, eilífum konungi ódauðlegum og alleina vísum, sé lof og dýrð að eilífu. Amen.
Þetta boðorð bífala eg þér, son minn Timothee, eftir hinum fyrrum spádómum yfir þér að þú fremjir í þeim góðan riddaraskap, hafandi trúna og góða samvisku, hverri sumir hafa frá sér skúfað og á trúnni skipbrot liðið, meðal hverra er Hýmeneus og Alexander, hverja eg hefi andskotanum ofurselt so að þeim yrði kennt að guðlasta eigi meir.