IIII.

En eg segi, so lengi sem erfinginn er barn þá er á milli hans og þjónsins enginn greinarmunur þó að hann sér herra alls, heldur er hann undir forverjurum og fjárhaldsmönnum allt til ásetts tíma af föðurnum. Líka einnin þá vér vorum börn voru vér þrælkaðir undir þessa heims setningum. [ En þá uppfylling tímans var komin útsendi Guð sinn son, fæddan af kvinnu og lögmálinu undivorpinn, upp á það að hann frelsaði þá sem undir lögmálinu voru so að vér meðtækjum sonarleifðina. En með því þér eruð börn hefur Guð sent anda síns sonar í yðar hjörtu, kallandi: „Abba, kæri faðir!“ [ Svo er hér nú enginn þræll meir heldur börn ein. En eru það börn þá eru það einnin arfar Guðs fyrir Christum.

En þá þér þekktuð ekki Guð þjónuðu þér þeim sem af náttúru eru öngvir guðir. [ En nú þér hafið Guð þekkt (já miklu framar eruð af Guði þekktir) hvernin vendi þér yður þá um aftur til þeirra breyskra og nauðþurftugra setninga hverjum þér viljið nú aftur að nýju þjóna? Þér haldið daga og mánuði, helgihöld og ártíðir. Eg em óttasleginn um yður það eg hafi kann vera til einskis erfiðað hjá yður. Verið so sem að eg em það eg em so sem þér.

Kærir bræður, eg beiði yður, þér hafið ekkert mein mér gjört. Því að þér vitið það eg prédikaði yður evangelion í fyrsta sinn í veikleika eftir holdinu. Og mínar freistanir sem eg leið eftir holdinu fyrirlituð þér ekki né forsmáðuð heldur so sem annan Guðs engil meðtókuð þér mig, já líka sem Christum Jesúm. Ó hó, hve sælir voru þér í það sinni! Eg ber yður það vitni ef mögulegt hefði verið að þér hefðuð yðar augun útslitið og gefið mér. Em eg þá so orðinn yðar óvin það eg segi yður sannindin?

Þeir vandlæta eigi vel um yður heldur vilja þeir gjöra yður mér frásnúna svo að þér skuluð vandlæta um þá. Umvandanin er góð nær hún sker ætíð um hið góða og ei alleinasta þá eg em nálægur í hjá yður.

Mín kæri barnakorn, þau eð eg enn nú aftur í annað sinn með angist fæði þangað til að Kristur ímyndast í yður. En eg vilda það eg væra nú hjá yður og gæti minni raust umskipt. Því að eg em sorgbitinn yfir yður.

Segið mér, þér sem undir lögmálinu viljið vera, hafi þér ekki heyrt lögmálið? Því að skrifað er það Abraham hafði tvo sonu, einn af ambáttinni og einn af eiginkonunni. [ En sá af ambáttinni var er fæddur eftir holdinu en hann af eiginkonunni er fyrir fyrirheitið fæddur. Hver orð að hafa andlega meining. Því að þetta eru þau tvö testamenta, eitt af fjallinu Sína, það er til þrælkunar fæðir, hver að er Agar, því að Agar heitir í Arabia fjallið Sína, og strekkir sig allt þangað sem nú í þennan tíma er Jerúsalem og er í þrælkan með sínum börnum. [

En hin Jerúsalem sem þar uppi er, hver er eiginkonan, hver að er móðir vor allra, það skrifað er: „Vert glöð hin óbyrja, þú sem ekki fæðir, brjóst fram og kalla sem ekki er þunguð, því að hin einsama hefur miklu fleiri börn en hún er manninn hefur.“ [ En vér, kærir bræður, erum Ísaaks börn eftir fyrirheitinu. [

En líka sem í þann tíma að sá eftir holdinu er fæddur ofsótti þann sem eftir andanum var fæddur, so er það nú einnin. En hvað segir Ritningin? „Rek burt ambáttina og son hennar því að ambáttarinnar sonur skal ekki erfa með syni eiginkonunnar.“ [ Svo erum vér nú, kærir bræður, ekki ambáttarinnar börn heldur eiginkonunnar.