XXVII.

Í upphafi ríkisstjórnar Jóakím sonar Jósía konungsins Júda skeði þetta orð af Drottni til Jeremia og sagði: So segir Drottinn til mín: Gjör þér eitt ok og heng það á þinn háls og send það til kóngsins í Edóm, til kóngsins í Móab, til kóngsins þeirra Ammónssona, til kóngsins í Tyro og til kóngsins í Sídon, með þeim sendiboðunum sem komnir eru til Jerúsalem til Zedechia konungsins Júda. [ Og bjóð þeim að þeir segi til sinna yfirherra: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: So skulu þér segja yðar herrum: Eg hefi gjört jarðríkið og so manninn og so þann fénaðinn sem á jörðunni er fyrir minn hinn mikla kraft og útréttan armlegg og eg gef það hverjum eg vil.

En nú hefi eg gefið öll þessi lönd í hönd míns þénara Nabúgodonosor kóngsins af Babýlon. [ Eg hefi og gefið honum þau villidýrin sem eru á skógunum so að þau skulu þjóna honum. Og allt fólkið skal þjóna honum og hans syni og hans sonarsyni, þangað til að kemur sá tíminn hans lands, það margar þjóðir og megtugir konungar skulu honum þjóna. En hver sú þjóð og konungsríki sem ekki vill þjóna Nabúgodonosor kónginum af Babýlon og hver eð ekki vill gefa sinn háls undir hans ok, það fólk vil eg heimsækja með sverði, hungri og drepsótt, segir Drottinn, þangað til að eg fyrirfer þeim fyrir hans hönd.

Þar fyrir heyrið ekki yðar prophetum, spámönnum, draumvitringum, dagveljurum, töframönnum, sem segja yður að þér skuluð ei þjóna kónginum af Babýlon, því að þeir spá yður lygar so að þeir flytji yður langt í burt úr yðru landi so það eg útreki yður og þér forglatist. [ Því að hver sú þjóð sem gefur sinn háls undir ok konungsins af Babýlon og þjónar honum, þá þjóð vil eg láta í sínu landi vera so að hún byggi og búi þar inni, segir Drottinn.

Og eg talaði allt þetta til Zedechia kóngsins Júda og sagði: [ Gefið yðar hálsa undir okið kóngsins af Babýlon og þjónið honum og hans fólki, þá skulu þér lífinu halda. Hvar fyrir vilji þér deyja, þú og þitt fólk fyrir sverði, hungri og drepsótt so sem það Drottinn hefur talað yfir því fólki sem ekki vill þjóna konunginum af Babýlon? Þar fyrir skulu þér ekki hlýða þeirra prophetanna orðum sem segja til yðar: „Þér munuð ekki þjóna konunginum af Babýlon“ það þeir spá yður lygar. Og eg hefi ekki sent þá, segir Drottinn, heldur spá þeir lygar undir mínu nafni upp á það eg útreki yður og þér tortýnist með þeim prophetunum sem spá yður.

Og til þeirra prestanna og til alls fólksins talaði eg og sagða: [ So segir Drottinn: Hlýðið ekki orðum yðvara spámanna sem spá fyrir yður og segja: „Sjáið, þau kerin úr húsi Drottins munu snarlega koma hingað aftur frá Babýlon.“ því að þeir spá lygar fyrir yður. En hvar fyrir skal þessi staður foreyddur vera? Eru þeir prophetar og hafi þeir orð Drottins, þá látið þá biðja þess af Drottni Sebaót að þau kerin sem eftir eru vorðin í húsi Drottins og í því húsinu konungsins Júda og í Jerúsalem skuli ekki einnin í burt flutt verða til Babýlon.

Því að so segir Drottinn Seabót af þeim stólpunum og af hafinu, af stólunum og af kerunum sem enn eru eftir vorðin í þessum stað, þau eð Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon hafði ekki í burt þá eð hann í burt flutti Jechoniam son Jóakíms konunginn Júda frá Jerúsalem til Babýlon og alla höfðingja Júda og Jerúsalem; því að svo segir Drottinn Seabót, Guð Ísraels af þeim kerunum sem enn nú eru eftir vorðin í húsi Drottins og í húsi konungsins af Júda og Jerúsalem: [ Þau skulu í burt flutt verða til Babýlon og vera þar allt til þess dags þá eg vitja þeirra, segir Drottinn, og til þess að eg læt flytja þau upp hingað aftur til þessa staðar.