XX.
Eftir þetta tóku sig saman synir Móabs og synir Ammón og þeir af Ammúním með þeim til að stríða í mót Jósafat. [ Og einn maður kom og kunngjörði þetta Jósafat og sagði: „Einn óvígur her er kominn á móti þér af Syria hinumegin hafsins og sjá, þeir eru í Haseson Tamar, það er Engaddí.“ En Jósafat varð óttasleginn og skikkaði sitt andlit til að leita Drottins og hann lét bjóða eina föstu yfir allan Júda. Og menn Júda komu til samans að leita Drottins og þeir komu af öllum stöðum Júda að leita Drottins. Og Jósafat gekk á millum mannsafnaðarins Júda og Jerúsalem í húsi Drottins fyrir þeim nýja garði og sagði:
„Drottinn vorra feðra Guð, ert þú ekki Guð í himninum og Drottinn í öllum heiðingja kóngaríkjum? [ Og í þinni hendi er magtin og styrkleikinn og þar er enginn sem kann að standa í móti þér. Hefur þú eigi, vor Guð, útrekið þessa lands innbyggjara fyrir þínu fólki Ísrael og hefur gefið það sæði Abrahams vinar þíns ævinlega að þeir skyldu búa þar inni og þeir hafa og byggt þér þar inni einn helgidóm þínu nafni og svo sagt: Nær að nokkur ólukka, sverð, refsing, drepsótt eður hallæri kemur yfir oss þá skulum vér standa í þessu húsi fyrir þér (því að þitt nafn er í þessu húsi) og kalla til þín í vorri neyð, þá viljir þú bænheyra og hjálpa oss?
Sjá, nú eru synir Ammón og Móab og þeir af fjallinu Seír, yfir hverja þú lést Ísraelssyni ekki draga þá þeir ferðuðust af Egyptalandi heldur urðu þeir að víkja frá þeim og ekki eyðileggja þá, og sjá, nú láta þeir oss gjalda þess og koma að útskúfa oss af þinni erfð sem þú hefur gefið oss. [ Vor Guð, vilt þú ekki dæma þá? Því að enginn kraftur er með oss á móti svo stórum mannfjölda sem nú kemur í móti oss. Vér vitum ekki hvað vér skulum gjöra heldur rennum vér vorum augum til þín.“ Og allur Júda stóð fyri Drottni með þeirra sonum, kvinnum og börnum.
Og Drottins andi kom yfir Jesahíel son Sakaría, sonar Benaja, sonar Jeíel, sonar Matanja Levíta af sonum Assaf, mitt á millum almúgans, og sagði: „Hugleiðið það þér allir af Júda og þér innbyggjarar í Jerúsalem og svo Jósafat kóngur: Svo segir Drottinn til yðar: Þér skuluð ekki hræðast né óttast þennan mikla mannfjölda því að þér berjist ekki heldur Drottinn. Á morgun skulu þér fara ofan til þeirra og sjá, að þeir draga upp hjá Sís og þér skuluð mæta þeim hjá reyrnum í læknum þvert yfir frá eyðimörku Jerúel. Því að eigi munu þér neina orostu heyja. Farið aðeins þangað, standið og munu þér sjá Guðs hjálpráð sem koma mun yfir yður. Júda og Jerúsalem, óttast ekki og verið ekki hræddir. Farið á morgun út á móti þeim og mun Drottinn vera með yður.“
Þá féll Jósafat allur til jarðar á sitt andlit og allur Júda og innbyggjarar í Jerúsalem fyrir Drottin og tilbáðu Drottin. Og Levítarnir af sonum Kahathiter og af sonum Korither hófu upp að lofa Drottin Ísraels Guð með hárri raustu í himininn.
Og snemma morguns tóku þeir sig upp og drógu út til Tekóaauðnu. Og sem þeir ferðuðust þá stóð Jósafat og sagði: [ „Heyrið mig, þér af Júda og þér innbyggjarar af Jerúsalem: Trúið á Drottin yðarn Guð, svo megi þér vera óhræddir, og trúið hans spámönnum, þá skal yður allt vel lukkast.“ Og hann undirvísaði fólkinu og setti söngvarana fyrir Drottni að þeir lofuðu hann með heilagri prýði að þeir færi undan fylkingunum og segði: „Þakkið Drottni því að hans miskunnsemi varir eilíflega.“
Og sem þeir upphófu lof og þakkargjörð þá lét Drottinn þau launsátur sem komin voru í mót Júda falla yfir sonu Ammón og Móab og yfir þá af fjallinu Seír og slógu þá. [ Því að synir Ammón og Móab risu upp mót þeim af fjallinu Seír og drápu þá og afmáðu þá. Og sem þeir höfðu eytt þeim af fjallinu Seír þá snerust þeir á sjálfs síns vopn innbyrðis og drápust niður.
En sem Júda kom til Mispe að eyðimörkinni þá sneri hann sér í móti hernum og sjá, að þar lá alt fullt af dauðra manna líkömum so að enginn hafði undan komist. [ Og Jósafat kom með sínu fólki og skipti þeirr herfangi og þeir fengu þar ógrynni auðæfa, klæði og kostulegar gersemar, svo þeir gátu ei allt burt borið og svo var þetta herfang mikið að í þrjá daga gátu þeir ekki útskipt því. Þann fjórða dag komu þeir til samans í þeim dal Bereka því þeir lofuðu þar Drottin. Þar fyrir heitir sá dalur Lofsdalur allt til þessa dags.
Eftir þetta sneri hver maður af Júda og Jerúsalem heim aftur og Jósafat fyrstur og komu til Jerúsalem með fagnaði því að Drottinn hafði gefið þeim eina gleði yfir sínum óvinum. Og þeir komu inn í Jerúsalem með psalterium, hörpum og hljóðfærum til Drottins húss. Og Drottins ótti kom yfir öll kóngaríki í löndunum þá þeir heyrðu að Drottinn hafði barist í mót Israelis óvinum. So stilltist ríki Jósafat og Guð gaf honum frið allt umhverfis.
Og Jósafat ríkti yfir Júda og hann var fimmtán ára og tuttugu að aldri þá hann tók kóngdóm en hann ríkti fimm og tuttugu ár í Jerúsalem. [ Hans mótir hét Asúba dóttir Sílhí. Og hann fór allan feril síns föðurs Assa og lét ekki af að gjöra það sem Drottni líkaði vel. Utan þær hæðir voru ekki burt teknar sökum þess að fólkið hafði enn ekki snúið sínu hjarta til Drottins þeirra feðra Guðs. En það sem meira er að segja um Jósafat, bæði það ið fyrsta og síðasta, það er skrifað í Gjörningabók Jehú sonar Hananí sem hann hefur skrifað í Israeliskónga bók.
Eftir það forlíktust þeir Jósafat Júdakóngur og Ahasía Israeliskóngur hver eð var óguðlegur í sínum gjörningum. [ Og þeir samtóku að gjöra skip sem skyldi fara á sjóinn og þeir gjörðu skipin í Eseón Gaber. En Elíeser son Dódana af Maresa spáði mót Jósafat og sagði: [ „Sökum þess að þú bast sáttmál við Ahasía þá hefur Drottinn í sundurslegið þinn gjörning.“ Og skipin brotnuðu í sundur so þau máttu ekki á sjó fara.