Og Drottinn talaði til Mósen og sagði: „Bjóð þú Ísraelissonum að þeir beri þér eitt hreint og skekið viðsmjör til ljósa sem að daglega megi láta ofan í lampana fyrir framan vitnisburðarins fortjald í vitnisburðarbúðinni. [ Og Aron skal tilbúa þá daglega fyrir Drottni, um kvöld og morna. Þetta skal vera ein eilíf skikkan hjá yðrum eftirkomendum. En hann skal tilreiða lampana á þeirri fögru ljósastiku daglega fyrir Drottni.
Og þú skalt taka hveitisarla og baka þar af tólf kökur. [ Í hvörri köku skulu vera tveir tíundapartar. Síðan skaltu leggja sex til samans yfir það fagra borð fyrir Drottni. Og þú skalt leggja hreint reykelsi ofan á þær svo að þær sé minningarbrauð til eins elds fyrir Drottni. Alla sabbatsdaga ævinlega skal hann tilreiða þau fyrir Drottni af Ísraelissonum til eilífs sáttmála. Og þau skulu heyra Aroni og hans sonum til, þeir skulu eta þau í heilögum stað, því það er það allra helgasta af Drottins offri, til eins eilífs sáttmála.“
En þar gekk út einn ísraelítískrar kvinnu son sem að var sonur eins egypsks manns á meðal Ísraelssona og þráttaði við eirn mann af Ísrael í herbúðunum og lastaði nafnið (Drottins) og bölvaði. Þá leiddu þeir hann til Mósen (hans móðir hét Selómít Díbrídóttir, af ætt Dan) og settu hann í fangelsi þar til að þeir fengi að vita atkvæði Drottins.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Hafið hann út fyrir herbúðirnar sem svo hefur bölvað og lát þá alla sem það heyrðu leggja hendur yfir hans höfuð og lát allan almúgann lemja hann grjóti. [ Og seg Ísraelissonum: Hvör sem bölvar sínum Guði, hann skal bera sína synd. Hvör sem lastar nafn Drottins, sá skal dauða deyja, allur almúginn skal grýta hann. Líka sem sá framandi so skal og innbyggjarinn vera nær hann guðlastar, þá skal hann deyja.
Ef nokkur slær annan mann í hel þá skal hann vissilega deyja. En ef hann slær nokkuð kvikfé í hel, þá skal hann betala líf fyrir líf. En hver sem veitir lemstur sínum náunga, þá skal gjöra við hann so sem hann hefur gjört: Skaða fyrir skaða, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Svo sem hann hefur lemstrað annan, so skal hann og lemstraður verða. Hvör sem slær eitt kvikindi til dauðs hann skal betala það. En hvör sem slær eirn mann í hel hann skal deyja. [ Einn réttur skal vera fyrir alla, so vel fyrir þann útlenda sem þann innlenda. Því ég er Drottinn yðar Guð.“
Þetta sagði Móses til Ísraelssona. Og þeir leiddu þann blótmann út fyrir herbúðirnar og grýttu hann í hel. Og Ísraelssynir gjörðu so sem Drottinn hafði boðið Móse.