Þegar ein önd vill gjöra Drottni matoffur þá skal það gjörast af hveitisarla og hann skal hella oleum þar yfir og so leggja reykelsið þar á og bera það so til prestanna, Arons sona. [ Þá skal presturinn taka sína hönd fulla af þeim sama hveitisarla og oleum, með öllusaman reykelsinu, og brenna það á altarinu til eirnrar minningar. Það er eldur eins sætleiks ilms fyrir Drottni. En það sem gengur af matoffrinu það skal heyra til Aroni og hans sonum. Það skal vera það allra helgasta af eldi Drottins.
En ef hann vill gjöra mataroffur af því sem bakað er í ofni þá skal hann taka ósýrðar hveitisarlakökur, mengaðar með viðsmjöri, og ósýrða þunna leifa, smurða með viðsmjöri. [ En sé þitt matoffur nokkuð af því sem bakað er í pönnu þá skal það vera af ósýrðum hveitisarla, mengöðum með viðsmjöri. Og þú skalt skipta því í stykki og hella oleum þar yfir, þá er það eitt matoffur. En sé þitt matoffur nokkuð sem steikt er á rist þá skalt þú gjöra það af hveitisarla og viðsmjöri. [ Og það matoffur sem so gjörist til Drottins skaltu bera til prestsins. Hann skal bera það til altarisins og upphefja það sama matoffur til eirnrar minningar og uppbrenna það á altarinu. Það er eldur eins sætleiks ilms fyrir Drottni. En það sem afgengur skal heyra Aron og hans sonum til. Og það skal vera það allra helgasta af eldi Drottins.
Allt það matoffur sem þér viljið fórnfæra Drottni það látið vera án súrdeigs því ekkert súrdeig eður hunang skal vera við það sem þér viljið brenna til elds fyrir Drottni. En í fórn fyrsta jarðarávaxtar skulu þér bera það fyrir Drottni. En ekki skal það koma á nokkuð altari til eins sæts ilms. Þú skalt salta allt þitt matoffur og þitt matoffur skal aldrei vera utan þíns Guðs sáttmálasalts því þú skalt offra salti í öllum þínum fórnum.
En viljir þú gjöra Drottni mataroffur af þínum fyrsta ávexti þá skaltu þurrka það græna axið við eld og melja það smátt og offra so matoffri af þínum fyrsta ávexti. [ Og þú skalt láta viðsmjör þar uppá og leggja reykelsi þar yfir, þá er það eitt matoffur. Og presturinn skal brenna nokkuð af því inu malda og af viðsmjörinu, með öllu reykelsinu, til eirnrar minningar. Það er eirn eldur fyrir Drottni.