Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Segið Ísraelssonum og talið so til þeirra: Nær þar rennur blóð af nokkurs manns holdi, hann er óhreinn. [ En þá er hann óhreinn af þeirri afrás nær hans hold vægir eða svellur þar af. Allt það sem hann liggur á og allt það hann situr á verður óhreint. Og hver sem snertur hans sæng, hann skal þvo sín föt og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds.
Og hvör sem setur sig niður þar sem hann hefur áður setið hann skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds. Hvör sem snertur hans hold hann skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds. Ef hann spýtir uppá nokkurn þann sem er hreinn þá skal sá þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds.
Og sá söðull sem hann ríður í verður óhreinn. Og hvör sem snertur nokkuð af því sem hann hefur haft undir sér sá er óhreinn til kvelds. Og hvör sem ber nokkuð svodan hann skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds. Og hvörn hann snertur áður en hann þvær sér hann skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds. Nær hann kemur við nokkuð leirker þá skal það brjótast í sundur. En tréker skulu menn þvo í vatni.
En þá hann verður hreinn af sinni blóðrás þá skal hann telja sjö daga frá því hann er orðinn hreinn og þvo sín klæði og lauga sitt hold í rennanda vatni, so er hann hreinn. Og á þeim áttunda degi skal hann taka tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga og bera þá fram fyrir Drottin fyrir vitnisburðarbúðardyrnar og gefa þá prestinum. Og presturinn skal gjöra eitt syndaoffur af öðrum þeirra en brennioffur af öðrum og [ forlíka hann fyrir Drottni vegna hans blóðrásar.
Ef nokkurs manns sæði flýtur frá honum í svefni hann skal baða allan sinn líkama í vatni og vera óhreinn til kvelds. Og öll þau klæði og allt það skinn sem með þvílíku sæði er saurgað skal hann þvo í vatni og það skal vera óhreinn til kvelds. Ein kvinna hjá hvörri þvílíkur maður liggur þau skulu baða sig í vatni og vera óhrein til kvelds.
Nær ein kvinna hefur blóðlát á sínum líkama hún skal vera fyrir sjálfa sig í sjö daga. [ Hver hana snertur hann er óhreinn til kvelds. Og allt það hún liggur á svo lengi hún hefur sinn tíma það er óhreint og það sem hún situr á verður óhreint. Og hver sem snertur hennar sæng hann skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds. Og hver sem snertur nokkuð af því sem hún hefur setið á hann skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds. Og þegar nokkur samrekkir henni og hún fær sinn tíma hjá honum þá verður hann óhreinn í sjö daga og sú sæng sem hann lá uppá skal vera óhrein.
Þegar nokkur kvinna hefur lengi sitt blóðlát, ekki alleinasta eftir venjulegum tíma heldur og so yfir vanalegan tíma, þá skal hún vera óhrein so lengi sem hún hefur svoddan blóðrás. Líka sem hún er þá hún er yfir sig sjálfa, so skal hún og hér vera óhrein. Hvör sú sæng sem hún liggur uppá alla þá stund sem hún hefur það blóðlát skal vera líka sem sú sæng þá hún er fyrir sig sjálfa. Og allt það hún situr á verður óhreint, líka sem sá óhreinleiki er nær hún er fyrir sig sjálfa. Hvör sem snertur nokkuð þar af hann verður óhreinn og skal þvo sín klæði og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds.
En verði hún heil af sínu blóðfalli þá skal hún telja sjö daga, síðan skal hún vera hrein. Og á þeim áttunda degi skal hún taka tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga og bera til prestsins fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyr. Og presturinn skal gjöra eitt syndaoffur af öðrum þeirra en eitt brennioffur af öðrum og skal [ forlíka hana fyrir Drottni vegna henna óhreinindarásar.
So skulu þér viðvara Ísraelssonu við þeirra óhreinleika að þeir deyi ekki í sínum saurindum nær þeir saurga mína tjaldbúð sem er á meðal þeirra.“
Þetta er lögmálið um þann sem hefur nokkra afrás af sínum líkama og um þann sem sitt sáð lætur frá sér í svefni so hann verður óhreinn þar af og um hana sem hefur sitt blóðfall, og hver sem hefur blóðlát, hvört það er heldur kallmaður eða kvinna, og þá nokkur samrekkir þeirri sem að er óhrein.