Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala við Ísraelssonu, segjandi: Nær ein kvinna fær getnað og fæðir sveinbarn þá skal hún vera sjö daga óhrein, so lengi sem hún er í sínum sjúkdómi. [ Og á áttunda degi skal umskera yfirhúð á þess holdi. Og hún skal vera heima í þrjá og þrjátygi daga í blóði sinnar hreinsunar. Hún skal ekki koma við nokkuð það sem heilagt er og ekki skal hún koma til helgidómsins fyr en hennar hreinsunardagar eru endaðir. En ef hún fæðir eitt meybarn þá skal hún vera óhrein tvær vikur, so lengi sem hún er í sínum sjúkdómi. Og hún skal vera heima í sínu húsi sex og sextygu daga í blóði hennar hreinsunar.
Og þá hennar hreinsunardagar eru úti fyrir son eða fyrir dóttur þá skal hún bera fram eitt veturgamalt lamb til brennifórnar og eina unga dúfu eða eina turtildúfu til syndaoffurs til prestsins fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyrum. Hann skal offra því fyrir Drottni og forlíka hana. Og svo er hún hrein af sínum blóðlátsbrunni. Þetta er lögmál um þá konu sem fæðir son eða dóttir.
En hafi hún ekki til lambið þá taki hún sér tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga, þann eina til brennioffurs og þann annan til forlíkunaroffurs. So skal presturinn [ forlíka hana so að hún verði hrein.“