XV.

En þú, vor Guð, ert ástúðlegur, trúfastur og þolinmóður og þú stjórnar öllum hlutum með miskunnsemi. [ Og þó vér syndgust þá erum vér þó samt þínir og viðurkennum þína magt. Eftir því að vér vitum slíkt, þá syndgunst vér ekki því vér reiknumst þínir. En þig að þekkja það er það fullkomna réttlæti og þína magt að vita er rót þess eilífa lífsins. [ Því að mannanna vondar fundningar villa oss ekki so og eigi heldur það fánýta erfiði málarans sem er eitt málað líkneski með allsháttuðum lit, hvers fegurð að hneykslar þá hina fáfróðu og þeir sem gjarnan gjöra það illt er þeir hafa lyst til þeirra líflausu og dauðu skúrgoða. Þeir eru og maklegir slíks ávaxtar, bæði þeir sem þau gjöra, girnast og vegsama.

Og einn leirpottasmiður sem hnoðar þann blauta leir með erfiði hann gjörir allra handa ker oss til þarfinda. [ Hann gjörir af sama leirinum hvorutveggja kerin, bæði þau sem til hreinnrar og þau sem til óhreinnrar þjónustu heyra. En hvar til að sérhvert þeirra verður haft það stendur í leirkerasmiðsins valid.

En það er eitt aumlegt erfiði nær eð hann gjörir úr þeim sama leir einn ónýtan guð, hann sem sjálfur eigi áður alls fyrir löngu var af jörðu gjörður og þangan fer aftur innan lítils tíma sem hann er aftekinn, þegar sálin sú sem hann haft hefur verður frá honum tekin. [ En hans áhyggja er ekki af því að hann skuli erfiða, eigi heldur að hann hefur so stutta lífdaga heldur það að veðja um smíðar við gullsmiðinn og silfursmiðinn og að hann geti gjört það eftir koparsmiðnum. Og hann hælist um það að hann smíðar falskt smíði. Því að hans hjartans hugrenningar eru aska og hans von minni en mold og hans líf leiðara en leir með því að hann ekki þekkir þann sem hann hefur skapað og sálinni hellti í hann, sá sem arfiðar í honum og í hann blés þeim lifanda anda.

Þeir halda mannsins lifnað fyrir gaman og mannsins athæfi fyrir marknaðarskenk og segja að menn megi alls staðar leita ávinnings og jafnvel á vondum hlutum. Þessir syndga vísvitandi þegar þeir gjöra svoddan hégóma og myndir af jarðarleiri. En þeir eru fávísari og aumari en eit barn (sem eru óvinir þíns fólks, hverju þeir niðurþrykkja) að þeir haldi allra handa heiðingja skúrgoð fyrir guði, hverra augu að ei kunna sjá, þeirra nasir ei að lykta, þeirra eyru ekki að heyra, þeirra fingur ekki það þreifa og þeirra fætur eru með aullu latir að ganga. [ Því að ein manneskja gjörði þau og sá sem anda hefur af öðrum hann hefur myndað þau. En maður kann ekki að gjöra það honum sé líkt og sé þar með guð þvía ð með því hann er dauðlegur þá gjörir hann vissilega það dautt er með sínum óguðlegum höndum. Og hann er víst betri en það hverju hann veitir guðsþjónustuna því að hann er lifandi en þau aldreigi.

Hér að auk er þau allra grimmustu dýr og ef þeim er samanjafnað við önnur skynlaus dýr á eru þau miklu verri. Því að þau eru eigi fögur ásýndar so sem önnur dýr sem fögur eru á að líta og þau eru hverki [ signuð né blessuð af Guði.