XIIII.
Eins gjörir og sá sem vill sigla og hyggur sér að skipferðast í gegnum stórar bylgjur og hann tilbiður eitt miklu slæmara tré en það skipið er sem hann fer á. Því það er funderað til þess að sækja sína næring þar með og meistarinn hefur smíðað það með hagleik. En þín fyrirsjón, ó faðir, stýrir því því þú gefur veginn í hafinu og öruggan gang á meðal bylgnanna. Hvar með þú bívísar hvernin að þú kannt að hjálpa alls staðar og einnin líka þar þó nokkur gefi sig í hafið án skips. [ Þó eftir því að þú ekki vilt að það skal liggja til einskis sem þú hefur skapað fyrir þinn vísdóm, því skeður að menn trúa so litlu tré til sins lífs og eru hólpnir innan skipborðs, hvar með þeir fara í gegnum hafsins bylgjur.
Því að og svo forðum daga, þá þeir drambsömu riser voru niður slegnir, þá flýðu þeir á hverjum vonin var til að fjölga mannkynið í eitt skip, hverju þín hönd stýrði og létu so veröldunni sæði eftir sig. [ Því að slíkt tré er blessunarverk sem menn höndla rétt með en hitt er bölvunarverk sem útskerst með höndum so vel sem sá er það útsker. Þessi af því að hann gjörir það, hinn annar þar fyrir að það kallast guð, með því að það er einn forgengilegur hlutur. Því að Guð hatar eins bæði þann óguðlega og hans óguðlegt verk og verkið skal straffast með meistaranum.
Þar fyrir skal heiðingjanna afguða vitjað verða þvía ð þeir eru orðnir af Guðs skepnu til svívirðingar og til hneykslunar mannanna sálum og til snöru þeim fávísu. [ Því að skúrgoð upp að reisa er sá stærsti hórdómur og það upp að hugsa er eitt skaðsamlegt eftirdæmi í þessu lífi.
Þau hafa ekki verið frá upphafi, þau munu og ekki eilífega vara heldur eru þau uppkomin í heiminum fyri reinsama vegsemd mannanna og af því upphugsuð að menn eru svo skammlífir. [ Því að nokkur faðir var sá sem grét og hafði harm eftir sinn son sá honum var fyrir tímann frátekinn. Hann lét gjöra eitt líkneski og tók til að hafa nú þann fyrir guð sem var framliðinn maður og skikkaði á meðal sinna eina guðsþjónustu og offur. Þar eftir á seinna varð slík óguðleg visa haldin fyrir eitt lögmál að menn urðu að vegsama líkneskjur fyrir skipun týrannanna.
Sömuleiðis þeir sem ekki gátu heiðrað mennina í þeirra augsýn fyrir fjarlægðar sakir, þá létu þeir útmála þeirra andlitsmyndir úr fjarlægum löndum og gjörðu eitt forprýðilegt líkneski eftir þeim hermannlega kóngi so að hann fengi sína hræsni sýnt so þeim fjarlæga sem nálæga. Og vegsemdargirndin hagleiksmannsins kom þeim fáfróðu til að staðfesta svoddan guðsþjónustu. Því að hver hann vildi einum höfðingja vel þjóna hann gjörði fegurst líkneski með alls kyns hagleik. En alþýðan, hver eð með soddan hagleikssmíði var til teygð, hún tók að halda þann fyrir guð sem litlu einu fyrri var vegsamaður sem maður. Af slíku kom sú villa í heiminn að nær mönnum lá nokkuð á eður þeir vildu hræsna fyrir magtarmönnum þá gáfu þeir stokkum og steinum svoddan nafn sem þeim hæfði ekki að hafa.
Þar eftir létu þeir sér það ekki nægja að þeir villtust í réttri viðurkenningu Guðs heldur þó að þeir væri í slíkum blindum lifnaði fáviskunnar þá kölluðu þeir þó slíka illsku og baráttu einn frið. [ Því að annað hvort drápu þeir sín börn til offurs eður gjörðu aðra þá guðsþjónustu sem ekki er frásegjandi eður slógust í óhóflegar ofneyslur eftir óvanalegum hætti og færðu síðan hvorki hreinferðugt líf né hjúskaparlifnað heldur drap hver annan með svikum eður hugmóðaði hann með hórdómi. Og á meðal þeirra gengur fram blóð, morð, þjófnaður, svik, prettir, ótrú, ógnan, meineiðar, ofsóknir hinna réttlátu, óþakklæti, hneykslanir ungra hjarta, hrópandi syndir, blóðskammir, hórdómar, saurlifnaður, því að sú skemmilega afguðaþjónusta er upphaf, endir og efni til alls ills.
Haldi þeir heilagt þá breyta þeir so sem væri þeir galdir. Spái þeir þá eru það einsamlar lygar. Þeir lifa ekki réttferðuglega, sverja marga falska munneiða. Því að með því að þeir trúa á þau steindauðu skúrgoð þá óttast þeir öngvan skaða þegar þeir sverja rangt. Þó skal rétturinn koma yfir þá fyrir hvorutveggja, bæði fyrir það að þeir halda ei réttilega út af Guði fyrst að þeir gefa vakt skúrgoðunum, so og fyrir það að þeir sverja rangt og falsklega og akta ekkert það heilagt er. Því að illska hins rangláta fær enda, ekki eftir þeirri magt sem þeir hafa þegar þeir sverja, heldur eftir því straffi sem þeir verðskulda með sinni synd.