XI.
Hún greiddi þeirra verk fyrir hönd þess heilaga propheta. [ Og hún leiddi þá í gegnum eyðimörkina so að þeir settu sín landtjöld í óbyggðinni og stóðu í gegn sínum óvinum og hefndu sín á þeirra mótstöðumönnum. Þeir kölluðu á þig þegar þá þysti og þeim gafstu vatn af því háu bergi og þeir slökktu sinn þosta af þeim harða steini. Og það sama sem þeirra óvinum varð að plágu það varð þeim til góða þá þeir liðu neyð. Því að líka sem þeir aðrir hræddust af blóðinu sem kom í staðinn þess rennanda vats þeirri skipun til ströffunar þá að menn urðu börnin út að bera, so gafstu þessum nægð vatsins óforvarandis og ávísaðir þar með með þeirra þorsta hvernin að þú plágar þá þverbrotnu.
Því að þá þessara var freistað og þeir urðu með náð hirtir þá undirstóðu þeir hvernin að þeir óguðlegu verða með reiði dæmdir og plágaðir. [ Þessa hefur þú áminnt og reyndir þá so sem einn faðir en hina aðra straffaðir þú og fyrirdæmdir sem einn strangur kóngur. Og þeir urðu eins plágaðir, þeir sem þar voru hjá, svo sem hinir er þar ekki voru. Því þar kom tveföld hörmung yfir þá og so andvarpan þegar þeir hugsuðu um það umliðna. Því þá þeir heyrðu að þessum var það til góða sem hinum varð til plágu þá fundu þeir til Drottins. Því sá hverjum þeir höfðu áður forsmánarlega burtskúfað og kastað og hann spottað, hans vegna máttu þeir að síðustu undrast þá það fékk þann enda að þeirra þorsti var ekki líka sem þeirra réttlátu.
Líka og einnin fyrir þusslegar hugsanir þeirra ranglætis hvar með þeir urðu sviknir og tilbáðu skynlaus skriðkvikindi og fyrirlitleg dýr þá sendir þú á meðal þeirra fjölda skynlausra dýra þeim til straff so þeir mætti skilja að hvar með einn hann syndgar þar með verður hann og refstur. [ Því að eigi skortaði það þína almættishönd (hver eð heiminn hefur af ósýnilegu efni skapað) að senda fjölda bjarndýra yfir þá eður djörf león eður nýsköpt, ókennd dýr eður þau sem eldi spýi eður hræðilegum reyk útblési eður þau hverjum að eldur úr augun tinnaði, hver ekki aðeins gæti í sundurmurði þá með fordjörfung heldur og svo einnin dræpi þá með sinni hræðilegri sýn. Já, án þessa þá kunna þeir að falla fyrir einn einasta anda, ofsækjast með hefnd og fyrir kraft þíns anda sundurtvístraðir að verða.
En þú hefur tilskikkað alla hlut með mælir, tölu og vigt því að ætíð er stórt megn hjá þér og hver kann að standast í móti magt þíns armleggs? Því að heimurinn er fyrir þér so sem mundangstunga í voginni og so sem dropi morgundaggar sem fellur á jörðina. En þú miskunnar öllum því þú hefur magt yfir öllum hlutum og umlíður mannanna syndir so að þeir skuli betra sig. Því þú elskar allt það sem til er og eigi hatar þú neitt af því sem þú hefur gjört því að þú hefur sannlega það ekki neitt gjört það þú hefur hatur til. [ Hvernin kann nokkuð að standast ef að þú ekki vildir eður hvernin kynni það að varðveitast sem þú ei kallað hefur? En þú hlífir öllum hlutum því að þeir heyra þér til, Drottinn, þú sem elskar lífið og þinn óforgengilegur andi er í öllu.