X.

Þessi speki varðveitti hann sem fyrst var gjörður og alleina var skapaður veröldunni til eins föðurs og leiddi hann úr sínum syndum og gaf honum magt að drottna yfir öllum hlutum. [

Frá hverjum þá sá hinn rangláti afféll fyrir sína reiði, fordjarfaðist hann vegna sins grimmlega bróðurdráps. [

Og þá jörðin var fordjörfuð þess vegna með vatsflóðinu þá hjálpaði spekin aftur og stýrði þeim réttláta með einu litlu tré. [

Þessi fann þann réttláta þá heiðingjarnir lifðu so vondslega allir í villunni og hélt honum óstraffanlegum fyrir Guði og lét hann vera stöðugan í gegn því föðurlega hjarta til sonarins. [

Þessi frelsti þann réttláta þá þeir óguðlegu forgengu, þá hann flýðí undan eldinum sem fell yfir þær fimm borgirnar, hverra auðnir enn nú gefa reyk af sér til vitnisburðar þeirra illsku og þau trén sem bera ófullvaxinn ávöxt og sú saltsúla sem þar stendur til áminningar þeim vantrúuðum sálum. [ Því að þeir sem ekki hirða um spekina hafa ekki aðeins þann skaða að þeir þekkja ei það góða heldur láta þeir eftir sig eina áminning þeim liföndu svo að þeir geta ekki dulist í því sem þeir fóru villt. En spekin frelsar þá af öllum harmkvælum sem sér halda við hana.

Þessi leiddi þann réttláta á réttum vegi sem varð að flýja reiði bróður sins og vísaði honum Guðsríki og sagði honum hvað heilagt er og hjálpaði honum í hans erfiði so að hann auðgaðist og aflaði mikilla fjárhluta með sínu erfiði. [ Og hún var með honum þá hann var svikinn af þeim sem honum gjörðu órétt. Og hún gjörði hann óhræddan fyrir þeim sem að sóttu eftir honum. Og hún gaf honum sigur í því þunga stríði so að hann skyldi merkja að guðhræðslan er sterkari en allir hlutir. [

Þessi yfirgaf ekki þann réttláta sem seldur var heldur varðveitti hann frá syndinni, fór með honum í myrkvastofuna og yfirgaf hann ekki í fjötrunum þangað til hún fékk honum stjórnarsprota ríkisins og vald yfir þeim sem honum höfðu gjört órétt. [ Og hún gjörði þá að lygurum sem hann höfðu straffað og gaf honum einn eilífan heiður.

Þessi frelsti það heilaga fólk og það óstraffanlega sæði frá heiðingjunum sem pláguðu þá. [ Hún kom í sál Drottins þénara og stóð í móti þeim grimma kóngi með dáðsamlegum verkum og táknum. Hún launaði þeim heilögu þeirra erfiði og leiddi þá í gegnum dásamlegan veg. Og hún var þeirra hlífð á deginum og einn logi á nóttinni, líka sem stjörnur. Hún leiddi þá í gegnum það Rauða haf og leiddi þá í gegnum stór vötn en þeirra óvinum sökkti hún niður og þessa dró hún af hafsins grunni. [ Þar fyrir ræntu þeir réttlátu þá óguðlegu og prísuðu þitt heilaga nafn, Drottinn, og lofuðu með sínum munni þína sigursæla hönd. Því að spekin upplauk munni hins mállausa og gjörði smábarnanna tungur talandi.