Í eldri framsetningu á Síraksbók úr Guðbrandsbiblíu, er Bæn Jesú sonar Síraks höfð í lok 50. kafla. Til að samræma framsetningu er bæn Jesú sonar Síraks nú í 51. kafla Síraksbókar.
Bæn Jesú sonar Síraks
Þakkir gjöri eg þér, Drottinn kóngur, og lofa þig Guð, minn heilsugjafara. Eg þakka þínu nafni að þú ert minn hlífari og hjálp og hefur frelsað líf mitt frá fordjörfun og frá snöru [ falskrar tungu og ljúgmunna.
Og þú hefur hjálpað mér í móti óvinunum og frelsað mig eftir þinni margfaldlegri miskunn af grenjan þeirra er mig vildu svelgja, af hendi þeirra er sóttu eftir mínu lífi, af mörgum harmkvælum þar eg lá, af loganum sem mig umkringt hafði, úr miðjum eldinum so eg brann ekki þar í, af djúpu helvítisgini, frá fölskum bakmælurum og lygnum munni, fyrir kónginum og röngum dómi.
Eg var harla nálægur dauðanum og mitt líf var so nærri sem sokkið til helvítis. Eg var umkringdur og enginn hjálpaði mér. Eg leitaði hjálpar hjá mönnum og fann öngva. Þá minntist eg, Drottinn, á miskunn þína og hversu þú alltíð hjálpað hefur. Því að þú frelsar alla þá sem upp á þig vona og leysir þá af höndum heiðingjanna. Eg bað til Guðs móti þeirra grimmd og beiddi um frelsan frá dauða og kallaði á Drottin minn föður og stjórnara að hann fyrirléti mig ekki í neyð og þegar hinir dramblátu dreissuðu og eg hafði öngva hjálp. Eg lofa nafn þitt án afláti og eg prísa og þakkir gjöri þér því að mín bæn er alheyrð og þú leysir mig frá glötun og öllu illu. Þar fyrir, Drottinn, vil eg þér lof segja og þakka og þitt nafn prísa.
Þá eg var ungur, áður eg var villtur, leitaði eg spekinnar djarflega með minni bæn. [ Í musterinu bað eg þar um og vil eg hennar leita allt til míns enda. Mitt hjarta fagnar yfir henni líka sem þá vínber fullvaxa. Eg gekk strax til hennar og spurði eftir henni allt frá barnæsku. Eg hlustaði þar til og meðtók hana. Þá lærði eg vel og jók miklu við fyrir hana. Þar fyrir gjöri eg þeim þakkir sem mér gaf vísdóm.
Eg einsetta mér að gjöra þar eftir og gott að ástunda og þar yfir varð eg ekki sneyptur. [ Eg kepptist eftir því af hjarta og eg var gætinn að gjöra þar eftir. Eg hóf hendur mínar upp til himins, þá upplyftist mín önd af vísdómi svo eg bar kennslu á mína heimsku. Eg stundaði eftir henni af alvöru. Hún og eg urðum eitt hjarta frá upphafi og eg fann hana hreina. Þar fyrir mun eg ekki verða [ rækur.
Mitt hjarta langaði eftir henni og eg fékk einn góðan fésjóð, Drottinn hefur mér gefið fyrir hana nýja tungu, þar vil eg hann með lofa.
Nálgist hingað til mín, þér ólærðir, og komið í minn skóla og hvað ykkur brestur það megi þér hér læra því að sannlega eru þér mjög þyrstir. Eg hefi upplokið mínum munni og kennt. Hugsið nú og kaupið yður visku á meðan þér megið hafa hana án peninga og lægið háls yðar undir hennar ok og látið yður undirvísa. Menn finna hana nú í nánd. Sjáið mig, eg hefi eina litla stund mæðu og erfiði haft og hefi eg fundið mikla huggun. Meðtakið lærdóm so sem einn mikinn fésjóð silfurs og haldið honum líka so sem stórri gullhrúgu.
Gleðjið yður af miskunn Guðs og [ skammist yðar ei í hans lofi. Gjörið það sem yður boðið er á meðan þér hafið tómstund, þá mun hann yður það vel launa á sínum tíma.
Ending á Jesú Síraksbók