XLVI.

Jesús sonur Nave var sterkur í stríði og einn spámaður eftir Móses, hver að mikinn sigur vann fyrir Guðs útvalda (so sem hans nafn hlýðir) og hefndi þeirra á óvinunum af hverjum þeir urðu ofsóttir so að Ísraelslýður fengi sína erfð. [ [ Hann hefur heiður hlotið þá hann útrétti sína hönd og rykkti sverðinu í móti borgunum. Hver hefur nokkurn tíma staðið so hugdjarfur? Hann hertók óvini Drottins. Fyrir hans skuld stóð kyrr sólin og einn dagur varð so langur sem tveir.

Hann ákallaði Hinn hæsta og almáttuga þá hans óvinir alla vega að honum þrengdu og sá mikli Drottinn bænheyrði hann og lét harla stóra haglsteina falla yfir óvinina og í hel sló hans mótstöðumenn þá þeir ofan fóru. [ Og heiðingjar urðu varir hvað þessir höfðu fyrir skot og að Drottinn sjálfur í bardaganum nálægur væri og hann elti þá hinu máttugu.

Og á dögum Mosis þá gjörði hann og Kaleb, sonur Jephonie, eitt gott verk þá þeir stóðu í móti hópnum og bönnuðu fólkinu að syndgast og stilltu það skaðsamlega upphlaup. [ Þar fyrir eru þeir báðir varðveittir á meðal sex hundruð þúsund manna og hafa lýðinn til erfðar fært í það land þar mjólk og hunang inniflýtur. Og Drottinn hélt Kaleb við sinn líkamsstyrkleika allt til ellidaga og hann uppsté í landsins fjallbyggðir og hans sáð öðlaðist erfðina so að allir Ísraelssynir sæi hvað gott það er að hlýða Drottni.

Og dómendurnir, sérhver með sínu nafni, hverjir öngva skúrgoðavillu frömdu né snerust frá Drottni verða og einnin prísaðir. [ Þeirra bein blómgast enn nú þar sem þau liggja og þeirra nafn verður prísað á þeirra börnum hverjum það er til erfða fallið.

Og Samúel spámaður Drottins, af sínum Guði elskaður, uppreisti eitt kóngsríki og smurði höfðingja yfir sinn lýð. [ Hann dæmdi söfnuðinn eftir lögmáli Drottins og Drottinn leit aftur til Jakobs. Og sá spámaður varð réttferðugur og trúr fundinn og menn viðurkenndu að hans spár voru sannar. [ Hann ákallaði Drottin þann almáttiga þá hann að sínu óvinum á alla vegu þrengdi og fórnfærði ung lömb. Og Drottinn lét reiðarþrumur verða af himni og gjörði sig so heyrumkunnan í miklum stormi og sló höfðingjana í Tyrus og alla herra Philistinorum.

Og fyrir sitt endadægur áður hann deyði vitnaði hann fyrir Drottni og hans smurða að hann frá öngvum manni pening og ekki einn skó tekið hefði. Og enginn maður kunni hann um nokkuð að ásaka. Og þá eð hann var nú sofnaður [ spáði hann og boðaði kónginum sinn lífsenda og lét sig heyra upp úr jörðunni og fyrirspáði að þeir óguðlegu mundu fyrirfarast.