XLIIII.
Vér viljum lofa þá nafnfrægu menn og feður vora hvern eftir annan. [
Marga dýrðlega hluti hefur Drottinn gjört fyrir þá frá upphafi fyrir sína miklu magt. Þeir hafa sínum kóngaríkjum vel stjórnað og lofleg verk gjört. Þeir hafa verið vísir, ráðhyggnir og forspáir. Þeir hafa löndunum og lýðunum stjórnað með ráðum og skilningi skriftarinnar. Þeir hafa lært sönglist og diktað andlega hróðra. Þeir voru og ríkir og hafa haft mikil auðæfi hér. So hafa þeir allir á sínum tíma lofsamlegir verið og prísaðir í sínu lífi og hafa eitt ærlegt nafn eftirlátið. En hinir aðrir hafa öngvan prís og fyrirfórust rétt sem þeir hefðu aldrei verið. Og enn þá þeir lifðu voru þeir rétt sem lifðu þeir ekki og líka einnin þeirra börn eftir þá. En þeim helgum mönnum (hverra réttlæti að ekki gleymt verður) er einn góður arfur eftirlátinn og þeirra börnum. Þeirra eftirkomendur hafa í sáttmálanum staðið og fyrir þeirra skuld hafa þeirra barnabörn blifið ævinlega og þeirra lof mun ei dvína. Þeir eru í friði greftraðir en nafn þeirra lifir eilíflega. Lýðir munu segja af þeirra visku og söfnuðurinn boðar þeirra lof.
Enok líkaði Drottni vel og er burtnuminn so að hann væri veröldunni ein iðranaráminning. [
Nói var óstraffanlegur fundinn og á reiðinnar tíma hefur hann náð fundið og er eftir blifinn á jörðunni þá flóðið kom. [ Hann meðtók sáttmálann vegna veraldarinnar, að upp þaðan skyldi allt hold ekki í vatsflóði afmáð verða.
Abraham, hinn loflegasti faðir margra þjóða, hefur ekki sinn líka í dýrðinni. [ Hann hélt lögmál Hins hæðsta og Guð gjörði sáttmál við hann og setti það sama sáttmál á hans hold. Og hann fannst trúr þá hann varð freistaður. Þar fyrir hét Guð honum með svardaga að fyrir hans sæði skyldu heiðnar þjóðir blessaðar verða og að hans sáð skyldi margfaldast sem duft jarðar og upphefjast sem stjörnur og arftakandi verða frá einu hafi til annars og í frá Vatninu til heimsenda.
Og hefur þá sömu blessan yfir alla menn og einnin sáttmálann staðfest við Ísaak fyrir skuld síns föðurs Abraham og hefur það látið koma og blífa yfir Jakob. [ Honum hefur hann náðuglega blessað og gefið honum arf og hans hlutskipti í sundurgreint og í tólf ættkvíslir skipt.